Aldan

fimmtudagur, ágúst 12, 2004

Úff hvað mér er heitt, klukkan er 7 að morgni og ég er að kafna hérna! Allar viftur í gangi, opið út og samt er alveg steik hérna inni. Ég get rétt ímyndað mér hvernig þetta verður í dag! Skammast mín hálfpartinn fyrir mína ætlun að sofa í allan dag! Í dag gerast stórir hlutir í lífi mínu, segi ykkur frá því seinna. Veit ekki hvort ég á að vera spennt eða kvíðin! Hlakka bara til að ljúka þessu af og komast upp í rúm! Vona að yfirmaðurinn mæti í dag svo ég geti fengið að vita hvort ég sé að fara í sumarfrí á sunnudag eður ei! Það væri nú aldeilis fínt að geta sagst hafa tekið ágætt sumarfrí í ágúst svona til tilbreytingar.

Það virðast allir vera á leiðinni til útlanda eða í útlöndum!! Hanna og Ásta á leið til Spánar, Kalli í Englandi, Þóra fer út í haust, Sigrún nýkomin.... ósanngjarnt!! Mig langar út! :(

1 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home