24 and counting! Átti alveg frábæran afmælisdag! Fór heim af vaktinni, svaf eitthvað frameftir. Þegar ég vaknaði biðu mín dýrindisafmælisterta og fullt af gjöfum!! Þær höfðu farið og keypt dönsku brúðartertuna í Kaffi Konditori Københagen, rosalega góð! Þær eru alveg klikkaðar þessar mæðgur, ég fékk hvorki meira né minna en digital myndavél og rúmföt frá þeim! Við grilluðum fjallalamb um kvöldið og tókum videó og höfðum það næs! Tókum Cheaper by the Dozen og svo The Eye, sú fyrri var mjög góð, hló mikið af henni en táraðist einnig, var örugglega að gráta frekar út af aldrinum mínum heldur en myndinni. En já, Augað, sú mynd var soldið spúký! Mæli með henni fyrir þá sem nenna að horfa á "útlenskar" myndir (hún er kínversk) og hrollvekjuaðdáendur. Mér varð alveg um og ó, gat ekki sofnað lengi vel á eftir. Myndin fjallar um stelpu sem hefur verið blind frá barnæsku en fær síðan sjónina eftir hornhimnuígræðslu, málið er að með sjónina fylgja sýnir, hún sér dauðann og dautt fólk í kringum sig. Fín mynd alveg, en óhugnaleg!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home