Aldan

laugardagur, ágúst 28, 2004

Svona bara til að drepa tímann þar til vaktinni lýkur!!

1. HVERNIG BÝRÐ ÞÚ? Í ferðatösku! En það breytist í næstu viku!

2. HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA NÚNA? Er á milli bóka, er nýbúin með The DaVinci Code, er að fara að byrja á Vindmyllum Guðanna.

3. HVAÐA MYND ER Á MÚSAMOTTUNNI? Engin, hún er rauð með gelpoka..

4. UPPÁHALDS SPIL? Clue, Trivial, ertu að biðja MIG um að velja???

5. UPPÁHALDS TÍMARIT? Slúðurblaðið National Enquirer, Lifandi Vísindi og svo Mad (get ekki valið á milli).

6. UPPÁHALDS ILMUR? Af Haustinu!

7. HRÆÐILEGASTA TILFINNING Í HEIMI? Enginn klósettpappír á klóstinu!! Nei djók, að missa ástvin hlýtur að vera það versta í heimi!

8. HVAÐ ER ÞAÐ FYRSTA SEM ÞÉR DETTUR Í HUG ÞEGAR ÞÚ VAKNAR Á MORGNANA? SnooZe.

9. RÚSSÍBANI, HRÆÐILEGUR EÐA SPENNANDI? Spennandi, sérstaklega einn í Skara Sommerland í Svíþjóð sem maður stendur í og fer í hring!

10. HVAÐ HRINGIR SÍMINN ÞINN OFT ÁÐUR EN ÞÚ SVARAR? Tvisvar.. hver telur?

11. HVAÐ EIGA ÓKOMIN BÖRN ÞÍN AÐ HEITA? Það verður ákveðið í sameiningu með pabbanum.

12. UPPÁHALDS MATUR? Grillað fjallalamb og bökuð kartafla.

13. SÚKKULAÐI EÐA VANILLA? Súkkulaði!

14. FINNST ÞÉR GAMAN AÐ KEYRA HRATT? Mér finnst gaman að keyra, segi ekki meir, tryggingafulltrúinn minn les bloggið ;).

15. SEFUR ÞÚ MEÐ TUSKUDÝR? Ekki beint, það er einn bangsi upp í rúmi en yfirleitt endar hann samt ekki í fanginu á mér!

16. ÓVEÐUR, SPENNANDI EÐA HRÆÐILEG? Spennandi.

17. Í HVAÐA STJÖRNUMERKI ERTU? Ljón

18. BORÐAR ÞÚ STÖNGLANA AF BROKKOLÍ? Nei, borða ekki brokkolí!

19. EF ÞÚ MÆTTIR VELJA HÁRLIT ÞINN, HVER VÆRI HANN? Kastaníubrúnt

20. UPPÁHALDS KVIKMYND? Amalie kemur fyrst í hugann en ég skipti um skoðun á hverjum degi!

21. UPPÁHALDS BÚÐ? Amazon!!

22. UPPÁHALDS ÞÆTTIR? Dead like Me er snilldarþáttur, Angel, úff... ég vil samt ekki velja neinn sérstakan.

23. NOTARU FINGRASETNINGUNA Á LYKLABORÐINU? Já, but of course.

24. HVAÐ ER UNDIR RÚMINU ÞÍNU? Ekkert!! Það kemst ekkert undir rúm, þetta er gegnheill svampur, hannaður með þeim tilgangi að ekkert kæmist þarna undir, ekki ryk, ekki drasl og ekki neinn Chucky eða Freddy!

25. HVAÐ MYNDIR ÞÚ VILJA FINNA UPP? Tímavél!

26. UPPÁHALDS TALAN ÞÍN? 1

1 Comments:

  • 24. HVAÐ ER UNDIR RÚMINU ÞÍNU? Ekkert!! Það kemst ekkert undir rúm, þetta er gegnheill svampur, hannaður með þeim tilgangi að ekkert kæmist þarna undir, ekki ryk, ekki drasl og ekki neinn Chucky eða Freddy!

    Hahahaha einmitt það sem við vorum að tala um, engin skrímsli undir rúmið takk !
    Kv Heba

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:14 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home