Ég gerði eitt í gær sem ég hef ekki gert áður, ég fór í bæinn og keypti mér 3 skópör!! Reyndar fékk ég eitt parið í afmælisgjöf frá pabba en ég hef aldrei átt svona marga skó eins og nú! Keypti mér götuskó, sandala og svo strigaskó. Nú get ég hent öllum mínum druslum, ætla þó að halda eftir klossunum mínum og betri skónum! Það mætti halda að ég væri komin með skó fetish eins og Símon minn! Símon lét sko ekki stúlkurnar í friði, var allan tímann að sniffa af fótunum þeirra eða skónum! Hélt ég hefði alið hann betur upp!
2 Comments:
OH elska skó, er skófíkill dauðans;) Ég kaupi mér alltaf nokkur pör á ári;)
By Ellan, at 5:55 e.h.
Hvar fannstu þér skó. Ég hef ekki séð neina sem mér hefur litist á, vantar samt geðveikt skó...
Kv. Þóra
By Nafnlaus, at 10:26 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home