Aldan

mánudagur, september 30, 2002



Take the Purrsonality Quiz!

Langt síðan maður hefur séð svona! :) Annars er ég samt ekki sammála... ég er ekki alltaf að grínast með félögunum.. ég er alltaf hlæjandi... en ég grínast ekki.. skiluru.. skiluru

Ég setti Slúðrið með Fanney inn á bloggara listann minn!! Ekkert smá skemmtilegt slúður það! :) Þar sem að fréttaskotið hefur lagt niður lappirnar verður maður að finna sér eitthvað annað til að lesa!

Já og segjum hipphipp húrra fyrir Ögmundi sem á afmæli í dag! Hvað ætli hann sé gamall? Eða ungur?
3 tímar eftir af vaktinni! Þá er það heim í heiðardalinn til að athuga hvort einhver hafi drukknað í Víkinni! :)

Hvað haldið ég þurfi að gera fyrir skólagöngu mína! Ég þarf bara að gjöra svo vel að fara á klámmynd í bíó.... Ron Jeremy klámstjarna er á leið til landsins og kennaranum mínum finnst svo frábært að hún ætlar láta okkur gera verkefni sem í felst að fara að horfa á þessa blessuðu mynd! ;) Ég get svona rétt ímyndað mér hvernig pakk fer á svona myndir í bíó með tissjú og áburð! Ullabjakk.. nei ég segi bara svona! Ég verð að vera jákvæð, þetta verður örugglega skemmtilegt lífsreynsla! Það er ekki á hverjum degi sem maður er með góða afsökun fyrir að horfa á klámmynd!

Kalli vin var að benda mér á það að ég þjáist af mikilmennsku brjálæði! Hér í færslunni á undan sagðist ég hafa verið að uppfæra hitt bloggið mitt en setti vitlaust url :P ÉG vil taka það fram að ég sé ekki um að uppfæra booksandmovies.com né tengist ég þeirri síðu ekki á einn eða annan hátt! ehemm... alla vega þá er ég búin að leiðrétta þessi mistök!

sunnudagur, september 29, 2002

Guð hvað ég er stolt af mér núna! Var að uppfæra hitt bloggið! Þetta er bara allt að koma! Reyndar eigið þið örugglega ekki eftir að heyra í mér í smá tíma! Fer nefnilega í próf á föstudag og svo næsta mánudag líka!! Busy Busy Busy! Annars er ekkert að gerast hjá mér frekar en vanalega... ég var í fríi í gær því ég átti inni vakt hjá Ellu Völu! Eyddi kvöldinu ásamt frændsystkinum mínum, við horfðum á einhverja Disney mynd og Djúpulaugina... Rosalega var homminn úr síðasta þætti flottur.. held hann heiti Palli! Þetta er ekki sanngjarnt...allir þeir bestu eru annaðhvort fráteknir eða hommar! Fór reyndar í dag í Húsasmiðjuna (TVISVAR)... við vorum að reyna að kaupa krækjur fyrir stuðarann... það gekk ekki en mér lukkaðist að finna batterí í World Translatorinn minn sem hefur verið dauður í nokkur ár! Horfði á The Osbournes!!! Brilliant þáttur.... ég er samt alltaf fúl þegar ég sé að þau eru ,,eðlileg" fjölskylda (takið eftir að ég set eðlileg innan andalappa! :) ) Ég vil lifa í þeirri trú að fræga og ríka fólki sé á allan hátt öðruvísi en við hin... kannski auðveldara fyrir mig að sætta mig við hlutina þannig! Ég vil ekki sjá þau fara út með ruslið og þrífa hundaskítinn af gólfinu! En það er bara ég!

fimmtudagur, september 26, 2002

Ég er svo á móti lyftum... vitið þið hvað gerðist á mánudaginn!!! Ég og systir mín vorum að koma heim frá lækninum á þriðjudaginn.. ég var aldrei þessu vant ekki með símann minn á mér (það gerist aldrei) nema hvað lyftan festist!!! Við vorum svo skíthræddar! Heyrðum í fólki hlaupa niður stigann og ýttum á bjölluna.. þá hljómaði bjallan eins og bílflauta og fólkið hélt áfram og út!! Anna náði að þrýsta á hurðina svo hún opnaðist og vildi svo fara upp í henni!! Ég hélt nú ekki... HATA LYFTUR!

Detti nú af mér allar lýs... bæði lifandi og dauðar! 16 dagar síðan ég bloggaði seinast... ekki er það nú gott ... jæja... hérna kemur það

Síðasta helgi! Sumarbústaðarhelgin mikla!
Föstudagur: Ég, Arna og Álfrún höldum af stað út í óvissuna kl 20 um kvöldið! Sirka bát tveimur klukkustundum síðar erum við komnar upp í bústað.... það fyrsta sem við gerðum var náttúrulega að athuga heita pottinn sem var alveg stórglæsilegur... sá flottasti sem ég hef séð til þessa, með ljósum og öllu! Bústaðurinn sjálfur var ágætur fyrir utan hin ýmsu skordýr sem höfðu gert sér samastað þar inni. Hann var líka hræðilega sóðalegur eftir síðustu gesti sem, svo ég segi það bara hreint út... Algjörar GELGJUR! Alla vega hlýtur það að vera því þær þrifu ekki neitt eftir sig! Við gerðum okkur heimakomnar á svæðinu, settum diskling í snúningsspilarann og hoppuðum í pottinn með nokkra bjóra eða svo! 1og hálfum soðnum klukkutíma seinna fórum við svo í rúmið! En nóttin var svei mér ekki búin, ónei! Bara rétt að byrja hjá okkur Örnu!

Rétt fyrir tvö, þá var ég alveg að sofna þegar ég kipptist til... hélt fyrst að það væri komin jarðskjálfti en það hefur líklega bara verið fyrirboði um það sem var að ske! Arna var enn vakandi og var byrjuð að fá hjartsláttarkast... hún þjáist af einhverju sem heitir eitthvað Wolfgang White... og svo eitthvað meira... Arna endilega leiðréttu mig í shout outinu! Alla vega þetta lýsir sér aðallega í ofhröðum hjartslætti! Hún tók inn einhverja töflu sem á að láta þetta hætta! Klst síðar var taflan ekki enn farin að virka og við orðnar virkilega stressaðar því við vorum einhversstaðar lengst út í rassgati, þannig við ákváðum að hringja í lækninn í Borganesi og athuga hvað hann segði við þessu! Við vöktum hann greinilega af værum blundi og hann sagði okkur að koma á heilsugæslustöðina! Þegar við mættum á svæðið var enginn læknir kominn... 10 mínútum seinna keyrði eldgamall skrjóður í hlað(greinilega hafa læknar mjög léleg laun og hafa ekki efni á að kaupa sér almennilega bíla!). Með stýrurnar í augunum og göngulag eins og hann væri að ganga í svefni reyndi hann að nudda Örnu.. (sem bæ þö vei var enn í náttkjólnum), en það gekk ekki svo hann ákvað að vera ekkert að þessu og senda okkur bara í smábíltúr upp á Akranes! Rukkaði hana bara fyrir og sendi hana af stað.. fannst þetta hálf ruddalegt en eftir að við komum á Akranes og sáum þennan fjallmyndarlega lækni sem var á vakt breyttist aðeins skapið og urðum bara nokkuð glaðar yfir þessum bíltúr!
Læknirinn sem við teljum að heiti Bergþór var hávaxinn... ljóshærður.. með blá augu (sem yfirleitt er reyndar ekki mín týpa) og með Péturskarð í höku...mmmmmmmm Alveg frábær náungi og ég ætla að flytja sem fyrst þangað og lenda í smá slysum þegar hann er á vakt!
Klukkan var orðin níu þegar við vorum komnar aftur upp í bústað og vöktum Álfrúnu til að hleypa okkur inn! Algjört ævintýri.. og Arna er orðin sæmilega hress á ný!

Laugardagur/Sunnudagur: sofið.. étið... pottur... sofið... étið... pottur.. tekið til.. farið heim!

föstudagur, september 20, 2002

Jæja... þá er kominn tími til að blogga! Ég vil fyrst láta ykkur vita að aðgerðin gekk vel.... Lúsífer er komin með smá heilsu, það er búið að skipta um spindilskúlur, hemlaslöngur og púst... þá er bara eftir að fínisera hann smávegis og þá er hann reddý tú gó! En hann kemst því miður ekki með í ferð í sumó.... því ég get ekki beygt til vinstri án þess að það heyrist eitthvað surg og málmhljóð, vonum að það sé ekkert alvarlegt... það er nú samt dáldið gaman að vera svona hægri sinnaður. Við Arna og Álfrún munum halda annað kvöld á vit ævintýra í Borgarfirðinum... Fullt tungl á laugardag og gaman. Ég hefði nú samt viljað kíkja með Menningarklúbbnum út að borða.. en maður fær víst ekki allt sem maður vill í lífinu.. það segir Amma mín allavega! Þið verðið bara að reyna að komast af eitt kvöld án mín. Ég veit það verður erfitt en reyniði að skemmta ykkur án mín!
Annars þá er ég að drífa mig að klára ritgerð fyrir helgina svo að ég kveð í bili og hagið ykkur vel yfir helgina! Ég veit að það mun ég gera!



laugardagur, september 14, 2002

11 september er kominn og liðinn án mikilla tíðinda. Þann dag í fyrra var ég að labba inn á bókhlöðuna þegar síminn minn hringir, systir mín er í símanum og spyr: ertu búin að heyra það sem skeði í Bandaríkjunum? Ég segi nei! Þá segir hún: ok bæ og leggur á mig! Ég gapti bara í símann.. ýkt pirruð.. átti enga inneign til að hringja í hana tilbaka þannig að ég fór og ætlaði að skipta pening, í afgreiðslunni var kellan að tala við einhvern mann einmitt um þetta.... ég varð sífellt forvitnari og dreif mig og hringdi í systur mína ýkt pirruð yfir að hún skuli ekki hafa sagt mér strax hvað væri í gangi! Þá segir hún mér söguna og á sama tíma koma fréttir af því að önnur flugvél hafi flogið á hinn turninn..... Ég mundi eftir því að á efstu hæðinni væru sjónvörp og dreif mig upp, benti stelpunum sem voru einmitt staddar á hæðinni að koma að sjá (minnir að Ásta, Arna og Hanna hefðu verið þar). Eftir smá tíma var fleira fólk byrjað að horfa á sjónvörpin og á tímabili voru örugglega 15-20 manns sem stóðu í kringum og voru að horfa á! Svo var alltaf verið að skipta á milli stöðva, þar sem sjónvörpin virtust vera mörg hver á sömu tíðni (eða hvað sem það er kallað) þá gerðist það þegar einn skipti um stöð að mörg hinna skiptu einnig um stöð í leiðinni, þannig gekk þetta á milli, einn skipti og þá skipti annar aftur.... að lokum þá var þetta svo látið kjurrt! Það var einhver strákur sem kom og settist hjá mér og bað um að fá að hlusta með mér (í heyrnartólunum), hann var frá Pakistan eða einhverju þvílíku? Hann fór síðan að segja að við mættum búast við meiru, að Bin Laden hefði verið búinn að hóta þessu! Þetta var í fyrsta sinn sem ég heyrði Bin Laden nefndan á nafn (ég er ekki mjög fréttaþyrst manneskja.. nema náttla ef um slúður er að ræða)! Mér fannst þetta allt eitthvað hálfspúký.. hvað þessi gaur við hliðina á mér vissi mikið um þetta.. mér var um og ó.. einnig því hann virtist vera dáldið hættulegur! Ég held ég hafi verið þarna á bókasafninu í nokkra klukkutíma.. seinna var einhver karl um svona 100 ára sem kom og fékk að hlusta hjá mér líka, hann var svo heyrnarskertur og skildi ekki nógu vel enskuna þannig að góði samverjinn ég öskraði af lífsins sálarkröftum með nokkurra mínútna millibili hvað væri nú að ske.. ég held ég hafi ekki verið allt of vinsæl enda fór ég stuttu eftir þetta... ég vildi heldur ekki draga að mér fleiri karaktera! Ég fór svo heim og lá yfir sjónvarpinu mest allan daginn og nóttina... átti að vera að læra undir próf.. en það virtist ekki skipta svo miklu máli lengur nú þegar heimsendir var í nánd! Í vinnunni daginn eftir var líka lítið talað um annað.. kúnnarnir þurftu að tjá sig um þetta og á kaffistofunni var kveikt á sjónvarpinu aldrei þessu vant á miðjum degi! Spennandi ekki satt! Endilega skrifið í shout outið eða gestabókina ykkar sögu af 11 september!

Þá er komið að því! Stund sannleikans runnin upp! Lúsífer (fer hægt sem lús, bíllinn minn) fer á gjörgæslu á morgun! Eftir aðeins 5 mánaða bið þá mun hann fara undir skurðarborðið á morgun, nú verðið þið að leggjast á bæn með mér! Mér hlakkar svo til, það var reyndar byrjað að heyrast undarlegt brak í bílnum... líka þá verður hann að komast í lag áður en ég fer í Sumó! sem er reyndar næstu helgi, annars erum við A og Á í djúpum áburði..... nei reyndar ekki en mér finnst alltaf svo gaman að gera hlutina dramatískari! Það er ótrúlegt hvað er mikið að gera hjá mér í skólanum og hann er bara rétt byrjaður, ég á enn reyndar eftir að kaupa bækur fyrir eitt fagið.... það kemur eftir að bíllinn er kominn í lag!

þriðjudagur, september 10, 2002

http://www.flemmingfergus.blogspot.com Muna!

Þvílíkur brilli!! Vitiði hver heimavinnan mín er fyrir næstu viku!! Ég á bara að gjörasvovel að leigja Jerry Springer!! Skrifa svo einnar blaðsíðu umfjöllun um þáttinn...... pæliði í þessu! Ég er svo í einum tíma í dag, ég er að fara að horfa á Natural Born Killers... what a life.. what a life!! Bara ef allir skóladagarnir væru svona! Ein vonbrigði samt með kúrsinn, heftið sem ég þurfti að kaupa er 1000 tonn á þyngd og kostaði 6 þús kall! En hvað gerir maður ekki fyrir klámið! og ofbeldið líka! Ehemm.....

sunnudagur, september 08, 2002

Loksins þegar ég var búin að slíta mig lausa úr hringiðu Neopets og Pogo þá fann hún Sigrún skjóða aðra leið til að fá mig til að sogast inn hana aftur! Rockstargame er brilliant leikur! Þú átt að búa til stjörnu, þau ykkar sem haldið að þetta sé barnalegt bara hí á ykkur! En ég vara ykkur við ... it's going to get nasty! *Nasty girls*

Ég spurði frænku mína um hvort hún myndi eftir svolitlu í gær! Hún sagði að þetta væri allt á harða diskinum! Hún er 11 ára... ýkt fyndið!

Vitið þið hvernig að ég veit að veturinn er að ganga í garð! Nú jú, sjónvarpsdagsskráin er að komast í lag! Dawson Creek, ER, Survivor, Temptation Island!!! Þetta eru allt gamlir og góðir vinir sem eru að birtast aftur á skjáinn næstu vikurnar! Það er varla að maður hafi tíma fyrir skólann og vinnuna! Annars er skólinn byrjaður á fullu! Það er eitthvað rangt við þá mynd að fyrrverandi kennarar manns séu í tíma með manni, það er allavega hálf spúký! Ég er í fríi á föstudögum eftir að ég hagræddi stundaskránni minni... tók Áhrif kláms og ofbeldis á myndmiðla í stað áfanga um kristindóm og aðrar trúarhneigðir! Þetta verður fróðlegt ár... ég er einnig í Afbrotafræði sem mér líst stórvel á (fyrir utan þennan himinháa bókakostnað!! Þarf að kaupa bækur fyrir yfir 10 þús. í þeim áfanga... bara glæpur út af fyrir sig).
Bíllinn minn er enn á síðasta snúning.. hann hefur verið á síðasta snúning í nokkra mánuði... kannski er hægt að spasla honum eitthvað sama svo að hann dugi í nokkra mánuði í viðbót! Ég var alvarlega að pæla í að kaupa mér hillu í herbergið mitt.. þangað til mér var tjáð það að herbergið myndi að öllum líkindum springa ef ég færi að troða enn öðru húsgagninu þar inn!! Það er ekki hægt að ganga eðlilega þar inni núna, maður þarf að beygja sig og snúa sér á alla kanta til að forðast það að henda einhverju um koll, ég hef mestar áhyggjur af sjónvarpinu mínu sem stendur svo langt úti á gólfi!

mánudagur, september 02, 2002

Skólinn er byrjaður og einkunnirnar eru ekki enn komnar :(

Ég hlýt að vera óheppnasta manneskjan á jarðkringlunni! Í gær sat ég í mestum makindum fyrir framan sjónvarpið þegar síminn hringir... Vala var að bjóða mér í mat, ég var nýbúin að borða og afþakkaði pent. Hún bauð mér þá í heimsókn en ég sagðist ætla að liggja í leti, nokkrum mínútum seinna er ég að tala við Önnu og hún var alveg fárveik og vantaði nefúða og hálstöflur. Þannig að ég dreif mig af stað, ákvað að koma þessu til hennar og kíkja í heimsókn til Völu fyrst ég væri hvort sem er á ferðinni!! Jæja, ég fer af stað og bíllinn verður bensínlaus á leiðinni, sem betur fer var ekkert svo langt í bensínstöð! Alla vega svo er ég að setja bensínið á bílinn og það er svo mikið rok að bensínið fýkur upp og á mig! Nú er ég rennblaut, með svitastorkið andlit og anga eins og bensíntunna, fer í apótekið og afgreiðslukonurnar horfa stórum augum á mig þegar ég kaupi verkjatöflurnar, halda örugglega að ég sé forfallinn verkjatöflufíkill! Hvað haldið þið að gerist næst, jújú ég er að keyra fram hjá Öskjuhlíðinni þegar ég sé loftnetstöngina mína svigna undan veðurofsanum, ég rúlla glugganum niður og er við það að grípa hana þegar hún fýkur af!!! Ég gat ekki stoppað þar sem ég var þannig að ég þurfti að gjöra svo vel að snúa við og leggja bílnum og finna loftsnetsstöngina! Ég var farin að halda að ég myndi bara ekkert komast á leiðarenda, ég það gerði ég. Ég átti síðan indæliskvöld með stelpunum, við horfðum á Desperate Measures (örugglega vitlaust stafsett) með Michael Keaton og Andy Garcia, hún var bara nokkuð góð. Ég reyndar sé alltaf Keaton fyrir mér sem Beetlejuice, þannig ég tek hann aldrei alvarlega. Hann var samt flottur í þessari mynd!

sunnudagur, september 01, 2002

Frábært! Vaktin er búin eftir 32 mínútur!! Grrreat man. Planið er að reyna að keyra áfallalaust heim, leggjast í rúmið og rotast! Yndislegt veður úti! Veturinn tekur á móti manni með hörku, frrrábært. Það er orðið langt síðan maður fékk alvöru storm! Jólin fara að koma!!!
Það varð ekkert úr spilakvöldinu því miður þannig ég verð að bíða með að berja bossa í því! Í staðinn spilaði ég smá Nintendo, hún Nína fína lánaði Önnu tölvuna sína ásamt Zelda og BART SIMPSON!! og fleiri klassíska leiki og ég eyddi mestu af kvöldinu í smá flash back. Bart Simpson rúlar maður, ég held ég hafi verið 10 eða 12 þegar ég spilaði hann seinast! ÆÐISLEGUR ALVEG.
En ég er að pæla nú í öðru, ENSKA eða MANNFRÆÐI, hvort fagið ætti ég að taka?? Kostir og gallar takk! Nei, einkunnirnar eru ekki enn komnar en aftur á móti heyri ég ískur í skóm, vaktin er bara mætt á svæðið, einhver í gúmmískóm eins og ég!! Squeek squeek (skvík skvík á íslensku). Ég vil bara vera tilbúin ef illa fer!

Frábært! Vaktin er búin eftir 32 mínútur!! Grrreat man. Planið er að reyna að keyra áfallalaust heim, leggjast í rúmið og rotast! Yndislegt veður úti! Veturinn tekur á móti manni með hörku, frrrábært. Það er orðið langt síðan maður fékk alvöru storm! Jólin fara að koma!!!
Það varð ekkert úr spilakvöldinu því miður þannig ég verð að bíða með að berja bossa í því! Í staðinn spilaði ég smá Nintendo, hún Nína fína lánaði Önnu tölvuna sína ásamt Zelda og BART SIMPSON!! og fleiri klassíska leiki og ég eyddi mestu af kvöldinu í smá flash back. Bart Simpson rúlar maður, ég held ég hafi verið 10 eða 12 þegar ég spilaði hann seinast! ÆÐISLEGUR ALVEG.
En ég er að pæla nú í öðru, ENSKA eða MANNFRÆÐI, hvort fagið ætti ég að taka?? Kostir og gallar takk! Nei, einkunnirnar eru ekki enn komnar en aftur á móti heyri ég ískur í skóm, vaktin er bara mætt á svæðið, einhver í gúmmískóm eins og ég!! Squeek squeek (skvík skvík á íslensku). Ég vil bara vera tilbúin ef illa fer!