Detti nú af mér allar lýs... bæði lifandi og dauðar! 16 dagar síðan ég bloggaði seinast... ekki er það nú gott ... jæja... hérna kemur það
Síðasta helgi! Sumarbústaðarhelgin mikla!
Föstudagur: Ég, Arna og Álfrún höldum af stað út í óvissuna kl 20 um kvöldið! Sirka bát tveimur klukkustundum síðar erum við komnar upp í bústað.... það fyrsta sem við gerðum var náttúrulega að athuga heita pottinn sem var alveg stórglæsilegur... sá flottasti sem ég hef séð til þessa, með ljósum og öllu! Bústaðurinn sjálfur var ágætur fyrir utan hin ýmsu skordýr sem höfðu gert sér samastað þar inni. Hann var líka hræðilega sóðalegur eftir síðustu gesti sem, svo ég segi það bara hreint út... Algjörar GELGJUR! Alla vega hlýtur það að vera því þær þrifu ekki neitt eftir sig! Við gerðum okkur heimakomnar á svæðinu, settum diskling í snúningsspilarann og hoppuðum í pottinn með nokkra bjóra eða svo! 1og hálfum soðnum klukkutíma seinna fórum við svo í rúmið! En nóttin var svei mér ekki búin, ónei! Bara rétt að byrja hjá okkur Örnu!
Rétt fyrir tvö, þá var ég alveg að sofna þegar ég kipptist til... hélt fyrst að það væri komin jarðskjálfti en það hefur líklega bara verið fyrirboði um það sem var að ske! Arna var enn vakandi og var byrjuð að fá hjartsláttarkast... hún þjáist af einhverju sem heitir eitthvað Wolfgang White... og svo eitthvað meira... Arna endilega leiðréttu mig í shout outinu! Alla vega þetta lýsir sér aðallega í ofhröðum hjartslætti! Hún tók inn einhverja töflu sem á að láta þetta hætta! Klst síðar var taflan ekki enn farin að virka og við orðnar virkilega stressaðar því við vorum einhversstaðar lengst út í rassgati, þannig við ákváðum að hringja í lækninn í Borganesi og athuga hvað hann segði við þessu! Við vöktum hann greinilega af værum blundi og hann sagði okkur að koma á heilsugæslustöðina! Þegar við mættum á svæðið var enginn læknir kominn... 10 mínútum seinna keyrði eldgamall skrjóður í hlað(greinilega hafa læknar mjög léleg laun og hafa ekki efni á að kaupa sér almennilega bíla!). Með stýrurnar í augunum og göngulag eins og hann væri að ganga í svefni reyndi hann að nudda Örnu.. (sem bæ þö vei var enn í náttkjólnum), en það gekk ekki svo hann ákvað að vera ekkert að þessu og senda okkur bara í smábíltúr upp á Akranes! Rukkaði hana bara fyrir og sendi hana af stað.. fannst þetta hálf ruddalegt en eftir að við komum á Akranes og sáum þennan fjallmyndarlega lækni sem var á vakt breyttist aðeins skapið og urðum bara nokkuð glaðar yfir þessum bíltúr!
Læknirinn sem við teljum að heiti Bergþór var hávaxinn... ljóshærður.. með blá augu (sem yfirleitt er reyndar ekki mín týpa) og með Péturskarð í höku...mmmmmmmm Alveg frábær náungi og ég ætla að flytja sem fyrst þangað og lenda í smá slysum þegar hann er á vakt!
Klukkan var orðin níu þegar við vorum komnar aftur upp í bústað og vöktum Álfrúnu til að hleypa okkur inn! Algjört ævintýri.. og Arna er orðin sæmilega hress á ný!
Laugardagur/Sunnudagur: sofið.. étið... pottur... sofið... étið... pottur.. tekið til.. farið heim!