Aldan

sunnudagur, september 01, 2002

Frábært! Vaktin er búin eftir 32 mínútur!! Grrreat man. Planið er að reyna að keyra áfallalaust heim, leggjast í rúmið og rotast! Yndislegt veður úti! Veturinn tekur á móti manni með hörku, frrrábært. Það er orðið langt síðan maður fékk alvöru storm! Jólin fara að koma!!!
Það varð ekkert úr spilakvöldinu því miður þannig ég verð að bíða með að berja bossa í því! Í staðinn spilaði ég smá Nintendo, hún Nína fína lánaði Önnu tölvuna sína ásamt Zelda og BART SIMPSON!! og fleiri klassíska leiki og ég eyddi mestu af kvöldinu í smá flash back. Bart Simpson rúlar maður, ég held ég hafi verið 10 eða 12 þegar ég spilaði hann seinast! ÆÐISLEGUR ALVEG.
En ég er að pæla nú í öðru, ENSKA eða MANNFRÆÐI, hvort fagið ætti ég að taka?? Kostir og gallar takk! Nei, einkunnirnar eru ekki enn komnar en aftur á móti heyri ég ískur í skóm, vaktin er bara mætt á svæðið, einhver í gúmmískóm eins og ég!! Squeek squeek (skvík skvík á íslensku). Ég vil bara vera tilbúin ef illa fer!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home