Aldan

föstudagur, september 20, 2002

Jæja... þá er kominn tími til að blogga! Ég vil fyrst láta ykkur vita að aðgerðin gekk vel.... Lúsífer er komin með smá heilsu, það er búið að skipta um spindilskúlur, hemlaslöngur og púst... þá er bara eftir að fínisera hann smávegis og þá er hann reddý tú gó! En hann kemst því miður ekki með í ferð í sumó.... því ég get ekki beygt til vinstri án þess að það heyrist eitthvað surg og málmhljóð, vonum að það sé ekkert alvarlegt... það er nú samt dáldið gaman að vera svona hægri sinnaður. Við Arna og Álfrún munum halda annað kvöld á vit ævintýra í Borgarfirðinum... Fullt tungl á laugardag og gaman. Ég hefði nú samt viljað kíkja með Menningarklúbbnum út að borða.. en maður fær víst ekki allt sem maður vill í lífinu.. það segir Amma mín allavega! Þið verðið bara að reyna að komast af eitt kvöld án mín. Ég veit það verður erfitt en reyniði að skemmta ykkur án mín!
Annars þá er ég að drífa mig að klára ritgerð fyrir helgina svo að ég kveð í bili og hagið ykkur vel yfir helgina! Ég veit að það mun ég gera!



0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home