Aldan

mánudagur, september 02, 2002

Ég hlýt að vera óheppnasta manneskjan á jarðkringlunni! Í gær sat ég í mestum makindum fyrir framan sjónvarpið þegar síminn hringir... Vala var að bjóða mér í mat, ég var nýbúin að borða og afþakkaði pent. Hún bauð mér þá í heimsókn en ég sagðist ætla að liggja í leti, nokkrum mínútum seinna er ég að tala við Önnu og hún var alveg fárveik og vantaði nefúða og hálstöflur. Þannig að ég dreif mig af stað, ákvað að koma þessu til hennar og kíkja í heimsókn til Völu fyrst ég væri hvort sem er á ferðinni!! Jæja, ég fer af stað og bíllinn verður bensínlaus á leiðinni, sem betur fer var ekkert svo langt í bensínstöð! Alla vega svo er ég að setja bensínið á bílinn og það er svo mikið rok að bensínið fýkur upp og á mig! Nú er ég rennblaut, með svitastorkið andlit og anga eins og bensíntunna, fer í apótekið og afgreiðslukonurnar horfa stórum augum á mig þegar ég kaupi verkjatöflurnar, halda örugglega að ég sé forfallinn verkjatöflufíkill! Hvað haldið þið að gerist næst, jújú ég er að keyra fram hjá Öskjuhlíðinni þegar ég sé loftnetstöngina mína svigna undan veðurofsanum, ég rúlla glugganum niður og er við það að grípa hana þegar hún fýkur af!!! Ég gat ekki stoppað þar sem ég var þannig að ég þurfti að gjöra svo vel að snúa við og leggja bílnum og finna loftsnetsstöngina! Ég var farin að halda að ég myndi bara ekkert komast á leiðarenda, ég það gerði ég. Ég átti síðan indæliskvöld með stelpunum, við horfðum á Desperate Measures (örugglega vitlaust stafsett) með Michael Keaton og Andy Garcia, hún var bara nokkuð góð. Ég reyndar sé alltaf Keaton fyrir mér sem Beetlejuice, þannig ég tek hann aldrei alvarlega. Hann var samt flottur í þessari mynd!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home