Ég er svo á móti lyftum... vitið þið hvað gerðist á mánudaginn!!! Ég og systir mín vorum að koma heim frá lækninum á þriðjudaginn.. ég var aldrei þessu vant ekki með símann minn á mér (það gerist aldrei) nema hvað lyftan festist!!! Við vorum svo skíthræddar! Heyrðum í fólki hlaupa niður stigann og ýttum á bjölluna.. þá hljómaði bjallan eins og bílflauta og fólkið hélt áfram og út!! Anna náði að þrýsta á hurðina svo hún opnaðist og vildi svo fara upp í henni!! Ég hélt nú ekki... HATA LYFTUR!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home