11 september er kominn og liðinn án mikilla tíðinda. Þann dag í fyrra var ég að labba inn á bókhlöðuna þegar síminn minn hringir, systir mín er í símanum og spyr: ertu búin að heyra það sem skeði í Bandaríkjunum? Ég segi nei! Þá segir hún: ok bæ og leggur á mig! Ég gapti bara í símann.. ýkt pirruð.. átti enga inneign til að hringja í hana tilbaka þannig að ég fór og ætlaði að skipta pening, í afgreiðslunni var kellan að tala við einhvern mann einmitt um þetta.... ég varð sífellt forvitnari og dreif mig og hringdi í systur mína ýkt pirruð yfir að hún skuli ekki hafa sagt mér strax hvað væri í gangi! Þá segir hún mér söguna og á sama tíma koma fréttir af því að önnur flugvél hafi flogið á hinn turninn..... Ég mundi eftir því að á efstu hæðinni væru sjónvörp og dreif mig upp, benti stelpunum sem voru einmitt staddar á hæðinni að koma að sjá (minnir að Ásta, Arna og Hanna hefðu verið þar). Eftir smá tíma var fleira fólk byrjað að horfa á sjónvörpin og á tímabili voru örugglega 15-20 manns sem stóðu í kringum og voru að horfa á! Svo var alltaf verið að skipta á milli stöðva, þar sem sjónvörpin virtust vera mörg hver á sömu tíðni (eða hvað sem það er kallað) þá gerðist það þegar einn skipti um stöð að mörg hinna skiptu einnig um stöð í leiðinni, þannig gekk þetta á milli, einn skipti og þá skipti annar aftur.... að lokum þá var þetta svo látið kjurrt! Það var einhver strákur sem kom og settist hjá mér og bað um að fá að hlusta með mér (í heyrnartólunum), hann var frá Pakistan eða einhverju þvílíku? Hann fór síðan að segja að við mættum búast við meiru, að Bin Laden hefði verið búinn að hóta þessu! Þetta var í fyrsta sinn sem ég heyrði Bin Laden nefndan á nafn (ég er ekki mjög fréttaþyrst manneskja.. nema náttla ef um slúður er að ræða)! Mér fannst þetta allt eitthvað hálfspúký.. hvað þessi gaur við hliðina á mér vissi mikið um þetta.. mér var um og ó.. einnig því hann virtist vera dáldið hættulegur! Ég held ég hafi verið þarna á bókasafninu í nokkra klukkutíma.. seinna var einhver karl um svona 100 ára sem kom og fékk að hlusta hjá mér líka, hann var svo heyrnarskertur og skildi ekki nógu vel enskuna þannig að góði samverjinn ég öskraði af lífsins sálarkröftum með nokkurra mínútna millibili hvað væri nú að ske.. ég held ég hafi ekki verið allt of vinsæl enda fór ég stuttu eftir þetta... ég vildi heldur ekki draga að mér fleiri karaktera! Ég fór svo heim og lá yfir sjónvarpinu mest allan daginn og nóttina... átti að vera að læra undir próf.. en það virtist ekki skipta svo miklu máli lengur nú þegar heimsendir var í nánd! Í vinnunni daginn eftir var líka lítið talað um annað.. kúnnarnir þurftu að tjá sig um þetta og á kaffistofunni var kveikt á sjónvarpinu aldrei þessu vant á miðjum degi! Spennandi ekki satt! Endilega skrifið í shout outið eða gestabókina ykkar sögu af 11 september!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home