Guð hvað ég er stolt af mér núna! Var að uppfæra hitt bloggið! Þetta er bara allt að koma! Reyndar eigið þið örugglega ekki eftir að heyra í mér í smá tíma! Fer nefnilega í próf á föstudag og svo næsta mánudag líka!! Busy Busy Busy! Annars er ekkert að gerast hjá mér frekar en vanalega... ég var í fríi í gær því ég átti inni vakt hjá Ellu Völu! Eyddi kvöldinu ásamt frændsystkinum mínum, við horfðum á einhverja Disney mynd og Djúpulaugina... Rosalega var homminn úr síðasta þætti flottur.. held hann heiti Palli! Þetta er ekki sanngjarnt...allir þeir bestu eru annaðhvort fráteknir eða hommar! Fór reyndar í dag í Húsasmiðjuna (TVISVAR)... við vorum að reyna að kaupa krækjur fyrir stuðarann... það gekk ekki en mér lukkaðist að finna batterí í World Translatorinn minn sem hefur verið dauður í nokkur ár! Horfði á The Osbournes!!! Brilliant þáttur.... ég er samt alltaf fúl þegar ég sé að þau eru ,,eðlileg" fjölskylda (takið eftir að ég set eðlileg innan andalappa! :) ) Ég vil lifa í þeirri trú að fræga og ríka fólki sé á allan hátt öðruvísi en við hin... kannski auðveldara fyrir mig að sætta mig við hlutina þannig! Ég vil ekki sjá þau fara út með ruslið og þrífa hundaskítinn af gólfinu! En það er bara ég!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home