Aldan

sunnudagur, september 08, 2002

Vitið þið hvernig að ég veit að veturinn er að ganga í garð! Nú jú, sjónvarpsdagsskráin er að komast í lag! Dawson Creek, ER, Survivor, Temptation Island!!! Þetta eru allt gamlir og góðir vinir sem eru að birtast aftur á skjáinn næstu vikurnar! Það er varla að maður hafi tíma fyrir skólann og vinnuna! Annars er skólinn byrjaður á fullu! Það er eitthvað rangt við þá mynd að fyrrverandi kennarar manns séu í tíma með manni, það er allavega hálf spúký! Ég er í fríi á föstudögum eftir að ég hagræddi stundaskránni minni... tók Áhrif kláms og ofbeldis á myndmiðla í stað áfanga um kristindóm og aðrar trúarhneigðir! Þetta verður fróðlegt ár... ég er einnig í Afbrotafræði sem mér líst stórvel á (fyrir utan þennan himinháa bókakostnað!! Þarf að kaupa bækur fyrir yfir 10 þús. í þeim áfanga... bara glæpur út af fyrir sig).
Bíllinn minn er enn á síðasta snúning.. hann hefur verið á síðasta snúning í nokkra mánuði... kannski er hægt að spasla honum eitthvað sama svo að hann dugi í nokkra mánuði í viðbót! Ég var alvarlega að pæla í að kaupa mér hillu í herbergið mitt.. þangað til mér var tjáð það að herbergið myndi að öllum líkindum springa ef ég færi að troða enn öðru húsgagninu þar inn!! Það er ekki hægt að ganga eðlilega þar inni núna, maður þarf að beygja sig og snúa sér á alla kanta til að forðast það að henda einhverju um koll, ég hef mestar áhyggjur af sjónvarpinu mínu sem stendur svo langt úti á gólfi!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home