Álfurinn
Því miður verð ég að viðurkenna það að ég átti afar óheiðarlegan dag, ég stóð mig að því hvað eftir annað að ljúga að sárasaklausu fólki. Ég hafði bara svo mikið samviskubit.
Þannig er málið að ég fór á flakk í dag, eyddi deginum á ráfi. Þessa helgi er verið að selja Álfinn fræga og því rakst ég á sölumenn víðsvegar um bæinn, sitjandi fyrir verslunum, apótekum og jafnvel vínbúðum. Sjálf var ég sölumaður hans hérna áður fyrr en ég og uppáhaldssystir mín, þessi sem er í útlöndum og hefur ekki einu sinni fyrir því að heilsa upp á systur sína á msn pfff, vorum rosa duglegar að koma honum út. Ég veit ekki hvort við vorum með svona góða söluhæfileika eða bara svona aumkunnarverðar, allavega ruku þessir álfar út eins og heitar lummur hjá okkur. Við gerðum reyndar í því að fara í blokkirnar, blautar eftir rigninguna og settum upp þennan svaka hundssvip... fólk gat ekki annað en keypt nokkra álfa af svona englum. Anna, þú kannski manst þetta betur. En jæja, aftur að lygunum. Mér þykir svo leiðinlegt að segja Nei! við fólk, (þið hafið kannski tekið eftir því... sérstaklega strákarnir... nei djók:D ) svo ég segi bara: búin að kaupa! Og geng svo framhjá með bros á vör, þar til þessi nístandi stingur kemur... því lygin, hún særir, já það held ég nú. Ég á reyndar til að gera þetta líka þegar ég sé fólk að selja önnur happadrætti og jólakort, sérstaklega ef það er í hjólastól, með hækjur eða blint! Aumingja fólkið er að eyða mörgum klukkutímum í að selja þetta dót í góðum tilgangi, svo lýg ég blákalt að þeim... mér finnst þetta leiðinlegt en því miður, eina manneskjan sem ég styð í augnablikinu er ég sjálf. Á næsta ári verð ég kannski búin að læra að segja Nei og get litið á sjálfa mig í spegli.
Ég komst að þeirri leiðinlegu staðreynd í dag að ég er á milli stærða! Það er ekkert jafnleiðinlegt, og mig sárvantar buxur núna! Ég á einar nothæfar og það er smá blá rönd á þeim eftir að útidyrahurðin réðst á mig, nýmáluð. Allar buxurnar sem ég mátuðu í dag voru annað hvort of stórar eða of litlar... pirrandi. Svo er aftur hætt að selja baðbomburnar mínar í Lush! Ég veit ekki hvað málið er, fyrst notaði ég Two-Timing Tart sem var æðisleg, svo var hætt að framleiða hana. Var búin að finna nýjan arftaka, en núna finnst hún hvergi! Annars var dagurinn fínn, lenti í skemmtilegu lyftuævintýri, fór á bókasafnið og fékk mér nokkrar Chic. Lit. og fékk svo ósæmilegt tilboð frá eldri manni! Það hefði verið fínt að fá sól, kannski á morgun... ég bíð og vona.
Þannig er málið að ég fór á flakk í dag, eyddi deginum á ráfi. Þessa helgi er verið að selja Álfinn fræga og því rakst ég á sölumenn víðsvegar um bæinn, sitjandi fyrir verslunum, apótekum og jafnvel vínbúðum. Sjálf var ég sölumaður hans hérna áður fyrr en ég og uppáhaldssystir mín, þessi sem er í útlöndum og hefur ekki einu sinni fyrir því að heilsa upp á systur sína á msn pfff, vorum rosa duglegar að koma honum út. Ég veit ekki hvort við vorum með svona góða söluhæfileika eða bara svona aumkunnarverðar, allavega ruku þessir álfar út eins og heitar lummur hjá okkur. Við gerðum reyndar í því að fara í blokkirnar, blautar eftir rigninguna og settum upp þennan svaka hundssvip... fólk gat ekki annað en keypt nokkra álfa af svona englum. Anna, þú kannski manst þetta betur. En jæja, aftur að lygunum. Mér þykir svo leiðinlegt að segja Nei! við fólk, (þið hafið kannski tekið eftir því... sérstaklega strákarnir... nei djók:D ) svo ég segi bara: búin að kaupa! Og geng svo framhjá með bros á vör, þar til þessi nístandi stingur kemur... því lygin, hún særir, já það held ég nú. Ég á reyndar til að gera þetta líka þegar ég sé fólk að selja önnur happadrætti og jólakort, sérstaklega ef það er í hjólastól, með hækjur eða blint! Aumingja fólkið er að eyða mörgum klukkutímum í að selja þetta dót í góðum tilgangi, svo lýg ég blákalt að þeim... mér finnst þetta leiðinlegt en því miður, eina manneskjan sem ég styð í augnablikinu er ég sjálf. Á næsta ári verð ég kannski búin að læra að segja Nei og get litið á sjálfa mig í spegli.
Ég komst að þeirri leiðinlegu staðreynd í dag að ég er á milli stærða! Það er ekkert jafnleiðinlegt, og mig sárvantar buxur núna! Ég á einar nothæfar og það er smá blá rönd á þeim eftir að útidyrahurðin réðst á mig, nýmáluð. Allar buxurnar sem ég mátuðu í dag voru annað hvort of stórar eða of litlar... pirrandi. Svo er aftur hætt að selja baðbomburnar mínar í Lush! Ég veit ekki hvað málið er, fyrst notaði ég Two-Timing Tart sem var æðisleg, svo var hætt að framleiða hana. Var búin að finna nýjan arftaka, en núna finnst hún hvergi! Annars var dagurinn fínn, lenti í skemmtilegu lyftuævintýri, fór á bókasafnið og fékk mér nokkrar Chic. Lit. og fékk svo ósæmilegt tilboð frá eldri manni! Það hefði verið fínt að fá sól, kannski á morgun... ég bíð og vona.
1 Comments:
Æ hvað ég skil þig vel, en ég veit samt ekki afhverju maður gerir þetta. Afhverju segir maður ekki bara "nei takk" þegar manni eru boðnir Álfar og happdrættismiðar til kaups? Þess í stað segist maður hafa keypt varninginn ellegar hafa gleymt veskinu og einhverja slíka þvælu. Glatað svoldið...
By Nafnlaus, at 5:02 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home