Aldan

laugardagur, júní 30, 2007

Athyglissjúk landeyða!

Ekki hef ég heyrt þetta áður!! Skemmtileg lýsing á P.H.
Maður hefur heyrt um að fréttastöðvar og dagblöð hafi tekið sig til og tekið upp P.H. lausa fréttadaga ef ekki vikur. Ég hélt að hennar tími væri liðinn. Ótrúlegt að sjálfur Larry King hafi tekið hana fram yfir Michael Moore og ákveðið að ræða um "þjáningar" hennar í fangelsinu frekar en þjáningar milljóna í gölluðu heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. Bara enn eitt dæmið um það hversu sjúkt þetta er orðið. Fólk hefur ekki áhuga á þjáningum annarra eða því sem er að gerast út í heimi nema það tengist þotuliðinu. Ættleiddu börn þeirra Jolie og Pitts fá hundrað sinnum meiri umfjöllun en t.d. börnin í barnaþorpum S.O.S. Maður les þetta svo sem sjálfur. Verð að viðurkenna það að ég kýs sjálf frekar að lesa um þjáningar fræga fólksins en annarra. Um daginn fékk ég afhent breskt dagblað á Heathrow eftir einhver reyfarakaup og stakk því ofan í tösku. Rakst á þetta svo í gærmorgun og fletti í gegnum það. Ekkert annað en morð og aftur morð, slys, lífshættulegar bakteríusýkingar á sjúkrahúsum, mannshvarf... ég varð þunglynd af þessu. Eina bjarta í blaðinu var Garfield. Heimurinn er ljótur og satt best að segja vil ég ekki láta minna mig á það. Auðvitað vil ég frekar lifa í heimi þar sem vandamálin snúast um of lítið skápapláss frú Beckham eða hvort Britney og Lindsey geti haldi sér þurrum í heila viku! Hungursneyð, stríð, Aids faraldur í Afríku, loftlagsbreytingar af mannavöldum... þetta eru bara seinni tíma vandamál! Ekki satt?

2 Comments:

  • Nei, nefnilega ekki seinni tíma vandamál heldur akkúrat vandamál dagsins í dag, rétt eins og hlýnun jarðar og stríðið við hryðjuverkin (The War on Tourism eins og vinur minn kallar það). Að ógleymdu ástandi heilbrigðiskerfis á Íslandi, álvæðingu landsins, afstaða dómsvalda til nauðgunarfórnarlamba...

    ...já og hvernig Dorrit gengur í endurhæfingu.

    Take your pick.

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:51 f.h.  

  • Þú bara nærð mér ekki.... just don't get me..

    By Blogger Aldan, at 3:01 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home