Bara
Ég læsti bílinn minn inni í gær, já frekar asnalegt, ég veit! Eða réttara sagt hann lokaðist inni, ég læsti hann ekki neitt inni. Það var ekki ég sem braut lásinn á bílageymsluhurðinni! Alveg satt! Ég eyddi 20 mínútum í að bíða eftir að einhver kæmi að sem gæti mögulega verið með bílskúrshurðaopnara til að hleypa mér inn í geymsluna en neinei.. enginn kom. Á meðan héldu tvíburarnir á neðstu hæðinni mér félagsskap, þau bera sömu nöfn og eitt par sem forðum daga þurfti að eyða nótt í fjárhúsi (spes). Þau eru á þessum mjög svo ó"skemmtilega" aldri þar sem spurningarnar eru óendalegar. Á meðan ég gekk um, fram og til baka, eftir bílastæðinu eltu þau mig og létu spurningunum svoleiðis dynja á mér: áttu hlaupahjól (nei), kanntu á hlaupahjól (já), afhverju áttu þá ekki hlaupahjól (ég er orðin of stór fyrir hlaupahjól), afhverju kaupiru þér ekki hlaupahjól (bara**), hvar býrðu (hérna), afhverju ertu að bíða (ég þarf að komast inn í bílageymsluna), afhverju opnaru ekki bara með lyklunum þínum (því lásinn er bilaður), afhverju ferðu þá ekki bara heim til þín (því ég þarf að fara í ræktina), afhverju ertu ein??... það var þá sem ég gafst upp. Ég sá hreyfingu uppi á svölunum á húsinu á móti, rauk af stað með krakkana á eftir mér (hvað ertu að gera hérna), hringdi á þá bjöllu sem ég taldi vera réttu íbúðina og bað eldri konu sem svaraði vinsamlegast að bjarga mér. Hún kom í hvelli niður, með samúðarblik í augum hleypti hún mér inn og ég losnaði loksins undan krakkahelv... englunum.
Ég asnaðist svo í dag til að vera að spóka mig eitthvað úti á svölum, í kjölfarið sá barnsmóðir T.H.B.G.F.D.S.* að ég var heima og stuttu seinna var dyrabjöllunni hringt. Tilvonandi fyrrverandi stjúpdóttir mín vildi fá DVD lánað hjá mér og kíkja á kisurnar... jújú.. ekkert mál.. Við móðir hennar héldum samtalinu á snyrtilegu nótunum.. þetta er eitt síðasta skiptið sem við sjáumst enda standa flutningar yfir as we speak. Jæja.. nóg um það, ég kveð þær síðan og held áfram mínu striki, var að stússast eitthvað í þrifum og öðru. Korteri seinna hringir bjallan, er þá ekki telpan mætt með "vini" sína en þau vildu líka kíkja á kisurnar. Ég hugsaði bara með mér: Ó guð, nú vita þau hvar ég bý og að ég eigi kisur! Ég á aldrei eftir að losna við þau aftur! Ég sagði við þau blíðlega að þau gætu ekki skoðað kisu núna, ég væri að þrífa... treg fóru þau í burtu. Klukkutíma seinna var dyrabjöllunni aftur hringt, jújú krakkaskarinn var aftur mættur á svæðið.. ég var aðeins harkalegri við þau og sagði að ég væri að elda og ég væri svo að fara í vinnu, þau gætu bara ekki skoðað kisu í dag! Úff... ég verð að grípa til einhverra ráðstafanna til að losna við þau. Læt ekki sjá mig þarna úti í fleiri vikur, þá gleyma þau mér kannski... en það verður þá að laga lásinn á bílageymslunni svo ég komist þar inn og út. Hvað gerir maður við svona 3-4 ára skott, hvernig losnar maður við þau? Maður vill ekki vera of harkalegur!
Anyway, fór í Grasagarðinn. Rosalega er orðið fallegt þarna, við Ellen sátum og spókuðum okkur í sólinni. Ég verð að viðurkenna það að mér leiðast Íslendingar, það er aldrei sama stemmning hér heima og úti á kaffihúsum. Fólk er of upptekið af öðrum, þegar það ætti að vera að njóta veðursins eða bara hugsa um sig sjálft. Það eyðilagði þó ekki góða skapið.. ágætt að geta sagst hafa farið út og notið góða veðursins.
Sumarkveðjur!
*The hot black guy from downstairs!
** Bara er svar þegar maður er að reyna að svara svona gríslingum
Ég asnaðist svo í dag til að vera að spóka mig eitthvað úti á svölum, í kjölfarið sá barnsmóðir T.H.B.G.F.D.S.* að ég var heima og stuttu seinna var dyrabjöllunni hringt. Tilvonandi fyrrverandi stjúpdóttir mín vildi fá DVD lánað hjá mér og kíkja á kisurnar... jújú.. ekkert mál.. Við móðir hennar héldum samtalinu á snyrtilegu nótunum.. þetta er eitt síðasta skiptið sem við sjáumst enda standa flutningar yfir as we speak. Jæja.. nóg um það, ég kveð þær síðan og held áfram mínu striki, var að stússast eitthvað í þrifum og öðru. Korteri seinna hringir bjallan, er þá ekki telpan mætt með "vini" sína en þau vildu líka kíkja á kisurnar. Ég hugsaði bara með mér: Ó guð, nú vita þau hvar ég bý og að ég eigi kisur! Ég á aldrei eftir að losna við þau aftur! Ég sagði við þau blíðlega að þau gætu ekki skoðað kisu núna, ég væri að þrífa... treg fóru þau í burtu. Klukkutíma seinna var dyrabjöllunni aftur hringt, jújú krakkaskarinn var aftur mættur á svæðið.. ég var aðeins harkalegri við þau og sagði að ég væri að elda og ég væri svo að fara í vinnu, þau gætu bara ekki skoðað kisu í dag! Úff... ég verð að grípa til einhverra ráðstafanna til að losna við þau. Læt ekki sjá mig þarna úti í fleiri vikur, þá gleyma þau mér kannski... en það verður þá að laga lásinn á bílageymslunni svo ég komist þar inn og út. Hvað gerir maður við svona 3-4 ára skott, hvernig losnar maður við þau? Maður vill ekki vera of harkalegur!
Anyway, fór í Grasagarðinn. Rosalega er orðið fallegt þarna, við Ellen sátum og spókuðum okkur í sólinni. Ég verð að viðurkenna það að mér leiðast Íslendingar, það er aldrei sama stemmning hér heima og úti á kaffihúsum. Fólk er of upptekið af öðrum, þegar það ætti að vera að njóta veðursins eða bara hugsa um sig sjálft. Það eyðilagði þó ekki góða skapið.. ágætt að geta sagst hafa farið út og notið góða veðursins.
Sumarkveðjur!
*The hot black guy from downstairs!
** Bara er svar þegar maður er að reyna að svara svona gríslingum
6 Comments:
hahaha...
Kv.
Magga
By Nafnlaus, at 3:55 e.h.
stelpan heitir Marí ekki María :)
By Gerdur Sif, at 10:39 e.h.
Takk fyrir þessa ábendingu, algjörlega óþarfi :)
By Aldan, at 11:48 e.h.
hehe ég veit, ég var eiginlega meira að benda á hvað þetta er lítill heimur, ég þekki tvíburana.
By Gerdur Sif, at 10:14 f.h.
Hvað áttu að gera til að losna við börnin? Segðu að kettirnir séu grimmir og éti lítil börn. Ef ekki. Segðu þá að þú gerir það. Já og sért lúsug. Það ætti að leysa það vandamál!
By Nafnlaus, at 1:06 e.h.
Ertu að segja að ég sé DIRTY?? :-O
hehe.. nei annars.. málið er að þau myndu trúa mér og ég fengi reikning fyrir sálfræðing næstu 20 árin fyrir þau bæði :-S hef bara ekki efni á því.. frekar flyt ég :O)
By Aldan, at 1:13 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home