Aldan

miðvikudagur, júní 20, 2007

Blogg

Já, ég lofaði víst systur minni bloggi fyrir all nokkru síðan.

Ferðin út til Önnu og Robins var frábær í alla staði, það var vel tekið á móti mér þó að ég og vindsængin tókum okkar tíma í að taka hvor aðra í sátt. Það hófst þó að lokum þó... það þurfti bara meira loft, en ég var rög við það því ég var hrædd um að sprengja hana... en allt kom fyrir ekki... hún hélt velli og ég hélt bakinu.. það var fínt. Dögunum var eytt í hringavitleysu, verslunarleiðangra og DS, þetta var ljúfur tími. Fengum nokkra sólardaga sem við eyddum meðal annars í garðinum ásamt gæludýrunum hennar Önnu, en þau skipta tugum ef ekki hundruðum. (Maurar ef þið eruð forvitin um hverskyns dýr ég er að tala um.) Robin var rúmfastur nær allan tímann en tók þátt í samræðum innan úr herbergi, HA? og WHAT? voru tíð og setningar voru endurteknar í þrígang... en það var bara fjör... Hann kynnti mig fyrir þessari útgáfu af Leva's Polka , sem ég kynnti síðar fyrir Netverjanum... Veit ekki hvort það voru mistök eður ei.. það kemur í ljós síðar.

Við Anna áttum yndislega daga saman... sisterly love ekki satt ;) Það var sárt að kveðja.... og taugastrekkjandi en sama dag og flugið mitt átti að vera þá varð stórt slys á M1 og öll umferð suður á bóginn í lamasessi vegna þessa. Anna og Robin höfðu verið sótt fyrr vegna þessa en þau þurftu að fara til London þennan morgun því Robin átti að fara í skanna en mér datt ekki í hug en að allt var í lagi. Leigubíllinn kom og sótti mig og ég henti lyklunum inn um lúguna en um leið og ég sá umferðina á þjóðveginum þá leist mér ekkert á blikuna, hefði kannski átt að halda lyklunum eftir. Á rútustöðinni var allt í fári, það var ekki búið að opna miðasöluna enda snemma morguns en fólk var þá búið að bíða þarna í yfir klst eftir rútum sem taka átti það til Gatwick og Stanstead m.a. Aðkomufólki var tilkynnt það (með brosi á vör b.t.w., hann fékk eitthvað kikk út úr þessu starfsmaðurinn, og glotti bara ) að allt væri stíflað og líklegast yrðu engar rútur það sem eftir yrðu dags. Fólk var með símana á lofti og hringdi hingað og þangað til að afla sér upplýsinga um stöðu mála en enginn virtist vita neitt.

Ég kynntist indælis hjónum sem voru á leið heim til Ítalíu og þau voru búin að redda mér sæti í minibus til Heathrow ef svo færi að það þyrfti að nota þann kost til að koma sér á völlinn. Ég var þó búin að hringja heim og tala við stúlku hjá Hundleiðum (eins og einn ákveðinn bloggari kýs að kalla okkar indæla flugfélag) til að redda mér sæti með kvöldfluginu ef svo skyldi fara að ég næði ekki mínu flugi (sá þó fyrir mér einhverja tugi í aukakostnað sem ég vildi helst sleppa við að greiða). Þrátt fyrir að brosmildi starfsmaðurinn hefði sagt að engar rútur væru á leiðinni, þá komu svo nokkrar og hálftíma of seint kom mín svo (ég var í fyrralagi á ferðinni, var búin að bíða í klst). Þá byrjaði panikkið fyrir alvöru, rútan var næstum full og ég var ekki komin með miða!! Ein ónefnd systir hafði nefnilega sagt mér að ég ætti bara að kaupa hann um borð en neinei.. fékk ekki að fara um borð nema hafa mið. Smá hlaup, púst, skjálfti og mér tókst það, var síðust upp í rútuna. Fékk sæti aftarlega, hjá klósettinu, það var geðslegt... fann ekki fyrir því fyrr en eldri maður kom af því og upp gaus þessi indæla hlandlykt sem hélst í loftinu svo allan tímann. Rútumann var snjall og tók sveitaveg til að forðast stífluna á M1, þrátt fyrir að ferðin tæki klst lengur þá var það þess virði að fá að sjá hina fallegu bresku sveit í sumarlitunum, þokan gerði umhverfið dulrænna og ekki einu sinni hlandlyktin gat eyðilagt þessa upplifun.

Ég verð nú að segja að öryggisgæslan á Heathrow er ekki upp á marga fiska, ekki miðað við Gatwick, ég hélt einmitt að allt ætti að vera svo strangt þarna. Reyndar átti ekki að hleypa töskunni minni um borð þar sem hún var 3,2 kg þyngri frá því að ég fór frá Önnu og þar til ég mætti á Heathrow ;) furðulegt alveg... (ný vigt væri kannski sniðug fjárfesting) og þar með 2,2 kg yfir leyfilegri þyngd. Ég þurfti að fylgja manni afsíðis til að ræða þessi mál, auðvitað þurfti ég ekki meira en að blikka hann nokkrum sinnum og eftir smá orðaskipti þá fylgdi hann mér aftur að druslunni á afgreiðsluborðinu og sagði henni að senda töskuna í gegn, hann þurfti að segja henni það þrisvar því hún trúði ekki sínum eigin eyrum.. Ég þurfti ekkert að borga heldur ;) Sem betur fer tóku þeir eftir því hvað handfarangur tók í hjá mér.. hann var líka a.m.k 2 kg yfir leyfilegri þyngd.. jájá gott mál bara. Ég komst í gegn, á ágætum tíma, auðvitað varð svo seinkun..

Ég var sátt, enn sáttari þegar ég sá að Jónsi kallinn var flugþjónn... við Netverjinn höfðum einmitt gantast með það fyrir flugið út að ég ætti að kalla á hann til að þjóna mér í flugi eftir að ég sá að ég fékk ómyndarlegan flugþjón (ég hélt þeir væru ekki til). Jæja.. mín hafði sko nóg að gera alla leiðina, því ekki nóg með að geta fylgst með honum, þá var fyrrverandi bekkjarbróðir minn líka þarna starfandi sem flugþjónn, sá var hávaxnari og myndarlegri en Jónsi... og líklegast ekki samkynhneigður sem er alltaf kostur fyrir ungar stúlkur á lausu ;) ! Jónsi kallinn stóð sig með ágætum, svoldið smeðjulegur eins og vanalega og dramatískur en það er bara gaman.

Bara fyrir þig Anna mín :)
(Sól, DS, Stella og Bella, Mai Tai og Blue Lagoon, Ice, Toptov eða Tovtop, sólstólar, Mrs. Potter, vindsæng, Dónöt, Starbucks, Escape myndirnar, Mario Party, ASDA, 87 hringtorg) ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home