Aldan

fimmtudagur, júní 21, 2007

Sumarsólstöður

Þá er lengsti dagur ársins loksins runninn upp, dagurinn sem ég hef lengi beðið eftir. Nú fer allt að komast í samt lag aftur, það fer að dimma á ný.

Ég sit hér og horfið á húmið færast yfir voginn, örfá ljós kvikna og lýsa upp nágrennið í kring. Grábláir skýjabólstrar fylgja borgarbúum hægt og rólega inn í draumaheiminn...

Dajók... smá skot á Netverjann... ;) en hann veit það er gert af væntumþykju!

En það var þó sannleikur í þessu, það er húmað! Dekkra yfir landinu en ég hef orðið vör við lengi. Annars talaði Netverjinn um góða vini sína, ég á líka góða vini, suma hverja deili ég með honum, aðra á ég ein. Ég á líka aðra félaga, kunningja og fleiri tilbrigði af fólki.. þeim er sinnt misvel, sem og vinunum. Maður þarf að passa upp á þetta, annars hverfa þeir á braut. En er ekki alltaf sagt að þú verður að sinna sjálfum þér áður en þú sinnir öðrum? Ég veit að flugfreyjurnar og þjónarnir kenna þetta í háloftunum, þetta ætti að vera kennt á jörðu niðri líka. Ég er þó viss um að með lækkandi sól og rísandi mána fari Aldan á kreik.

Bíltúr með Völunni
Afmæli hjá Hjöddunni
Bíó með Flubbanum
Dekurdagar með Auddunni
Útstáelsi með Laubbunni
Fyllerí með Kallinum
Árshátíð með Snúrunum
Tarotkvöld með Herfunum
Tarotkvöld með Tarotklúbbnum

Það er margt skemmtilegt framundan :)

4 Comments:

  • tarotkvöld með hvaða herfum?


    hlk

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:12 e.h.  

  • Það er bara ekki komið á hreint.. það er langt síðan hugmyndin var sett á borðið:)Ekki komin dagsetning á þetta!

    By Blogger Aldan, at 6:15 e.h.  

  • Heimsaekja elsku systir aftur :)
    takk fyrir komuna, aedislegt ad hafa tig!!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:26 f.h.  

  • Jamm, við verðum að hafa Tarotkvöld bráðum! ;)

    Kv.
    Magga

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:46 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home