Aldan

laugardagur, október 16, 2004

Ég stóð inni í eldhúsi áðan, nývöknuð í náttfötum með úfið hár og órakaðar lappir. Ég var eitthvað að íhuga það hvað ég ætti að fá mér í morgunverð þegar mér fannst óeðlilega mikill kliður fyrir utan gluggann hjá mér! Ég lít upp og viti menn... það eru hundruðir manna að lappa niður götuna fyrir utan gluggann minn. Mér brá og hljóp inni í herbergi, það hafði enginn sagt mér frá göngu Krafts! Hvernig væri að láta mann vita svo maður gæti nú rakað á sér lappirnar og brosað framan í fólkið!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home