Aldan

fimmtudagur, október 21, 2004

Ég smakkaði Burger King í fyrsta sinn um daginn hérna á Íslandi! Hann var ekkert sérstakur, hann var miklu betri úti í USA. Það var fyndið að sjá að það voru aðallega útlendingar þarna inni, Bandaríkjamenn... ætli þeir hafi verið á sömu skoðun og ég??

Hver eyðir 2 klst í það að þrífa hjá sér ofninn??? Nú auðvitað er það Aldan, ég átti náttúrulega að vera að læra en fékk þessa þörf að þrífa eins og alltaf þegar mikið er að gera í skólanum. Jæja.. ofninn varð að þrífa, enda höfum við ekki þrifið hann síðan við fluttum inn (ehemmm höfum ekkert eldað í honum enn). Jæja... Mr. Muscle var með mér í þessu en stóð sig barasta ekki nógu vel, þurfti að "sprautahonum" tvisvar og samt var fullt eftir... enda tók þetta 2 tíma... svo var hann svo fínn að ég varð bara að nota hann. Bakaði muffins og skinkuhorn, allt nema að læra náttla.
Ritgerð á mánudag, verkefnaskil á þriðjudag og próf á fimmtudag! Það verður sko ekkert gert meira nema læra, vinna og sofa næstu daga! Reyndar þarf að skúra... svo er bjórkvöld hjá vinnunni, útskriftarpartý hjá Særúnu, Ellen var að koma heim frá Suður-Afríku...... ég þyrfti að láta klóna mig!

1 Comments:

  • Voðalega eru myndarleg !!
    -Heba

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:34 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home