Hvurn fjandann var Krummi að gera í draumnum mínum??? Hvernig vogar hann að ryðja sér leið inn í draumfarir mínar? Dreymdi stórskrýtinn draum um að ég væri að hoppa og draga mig upp og niður stiga, það var eins og ég væri þyngdaraflslaus! Stiginn var rosalega flottur, þetta var hringstigi, allur útskorinn og flottur. Engar tröppur voru eins, sumar stóðu út og aðrar vantaði, handriðið var líka mjög sérstakt. Mig dreymdi að ég væri að leika mér þarna í stiganum og hann Krummi var þarna líka að sýna mér hvernig væri best að gera þetta og hvar ég ætti að forðast að lenda svo ég myndi ekki slasa mig!
Hver getur nú sagt mér hvað þetta þýðir?
Hver getur nú sagt mér hvað þetta þýðir?
1 Comments:
Humm spúkí !
-Heba
By Nafnlaus, at 11:57 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home