Aldan

fimmtudagur, október 28, 2004

Maður sér það svart á hvítu hvað blöðin geta farið rangt með staðreyndir þegar ættingjar eða vinir birtast í blöðunum. Það er líka fyndið hvað nöfnin vefjast fyrir fólki. Það birtist um daginn mynd af hundi æskuvinkonu minnar, ekki nóg með það að farið var rangt með nafnið hans heldur var líka skipt um kyn á honum!! Ekki að þetta sé eitthvað merkileg staðreynd, bara fyndin. Í þessari sömu grein var því líka haldið fram að þessi vinkona mín hafi verið getin 5 mánuðum áður en hún fæddist (ég er svo góð í hugarreikningi sko), ekki veit ég hvort þarna var um að ræða fegrun blaðamannsins eða móðirinnar á athöfnum fyrir hjónaband þó mig gruni nú að síðari valkosturinn sé líklegri. En þetta var nú smá útúrdúr eða út úr dúr.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home