Aldan

föstudagur, október 08, 2004

Það er ansi langt síðan ég bloggaði seinast! Nóg að gera eins og venjulega, búin að taka slatta af aukavöktum og svo er maður að reyna að hafa undan verkefnum í skólanum. Skilaði einmitt inn ritgerð í gær, ritgerð sem ég "gleymdi" að ég þyrfti að skila inn á þriðjudag, fékk smá frest þannig það var allt í lagi. Fékk samt sting í magann þegar ég heyrði eina stelpuna í faginu segja að hún væri búin að eyða megninu af vikunni í að skrifa þessa ritgerð! Ég ákvað mér til hugarróar að álíta hana "skrýtna" og ekki hugsa meira um þetta. Eyddi 2 dögum í hana... vona að það sé nóg, annars virðist þetta frekar þægilegur kúrs, við erum 6-7 sem mætum í tíma!! Það var líka fyndið þegar hún var að skipa okkur niður í hópa fyrir "hópverkefnið", það eru 2 hópar... það er líka merkilegt að sjá hversu fjölbreyttur þessi litli hópur er. Íslendingar, Japani, Íri, Ameríkani og svo einn sem er mjög líklega frá Spáni eða Ítalíu (er ekki enn búin að komast að því).

Okkur systrunum líkar vistin vel á nýja staðnum, höfum ekki orðið varar við köngulær eftir að hún Anna mín eyddi heilum brúsa af eitri á gluggana hjá okkur!! Fólk er byrjað að kíkja í heimsókn, Lilja kom um daginn og Ingó frændi líka. Það eru aðeins örfáir eftir að sjá slottið! Annars verð ég að halda spilakvöld fljótlega, það eru alltaf að bætast fleiri spil í safnið, nú síðast fjárfesti Anna í Risk, þar áður Catan. Spila/bóka/snyrti/geymsluherbergið er orðið fullt.

3 Comments:

  • Tja tja maður verðu nú að koma og kíkja á slottið þitt þetta gengur ekki er alveg glötuð!!!

    By Blogger Bjorkin, at 6:29 e.h.  

  • já endilega droppaðu í heimsókn ;)

    By Blogger Aldan, at 9:57 e.h.  

  • Já mínar bara búnar að fjárfesta í risk :) Ég kann það :)
    Verður að fara að halda spilakvöld, tek undir með það.
    Kveðja Heba og Apríl biður að heilsa :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:58 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home