Aldan

föstudagur, september 26, 2003

JEI, ég fæ að hafa bílinn þar til í fyrramálið! Þarf ekki að gera eins mikið! Jei... fæ kannski meira að segja að sofa í dag :) Alles gút! Dagurinn lítur bara þokkalega út :O) Enginn strætó í dag, lof sé afa! :OP

Afhverju er ekki laugardagur :( ef það væri laugardagur væri dagurinn ekki svona útplanaður og ég hefði tíma til að sofa :( *grát*

Ég hata strætó, hatann,hatann,hatann!!! Ég eyddi samtals 2 klst í strætó eða að bíða eftir strætó í dag!

Hafiði lent í því að setjast upp í strætó og á miðri leið þá stendur bílstjórinn upp og breytir vagnsnúmerinu!! Það hef ég gert! Við mamma vorum að heimsækja Önnu og tókum síðasta vagn nr. 140 fyrir 19 því hann hættir að ganga þá! Á miðri leið þegar bíllinn er stopp stendur kallinn upp og breytir númerinu í 150!! Hvað er málið, þetta þýðir að hann fer svaka krók niður á Lækjartorg áður en hann fer á Hlemm! Ég fer og tala við bílstjórann og spyr hann hvað þetta eigi að þýða, hann segir ekkert, lyfti bara öxlum og sagði: ég vinn bara hérna! ARG!!!

hvað er líka málið með það að fara of snemma af stað???

fimmtudagur, september 25, 2003

Rétti þeir upp hendi sem föttuðu ekki að Gestablogg var Gestabók!!! Mér var að detta það í hug þar færslurnar eru óverulegar! Breytti því allavega... skulum athuga hvort færslurnar verði fleiri :O)

Búin að bæta nokkrum týndum snúrum inn á bloggaralistann. Þar má einna helst nefna Kötlu Klikk, Loðmund og Girðingarellu! Kíkið á þær :)

Hvað með að ég geri bara Poll! Þá kannski fæ ég einhver viðbrögð!

Segi ég aldrei neitt nógu markvert til þess að fá komment :( Hvað þarf ég að gera????? Tölum um dauðarefsingar! Ertu með eða móti...

Þetta gekk ekki vel :OS frábært hugmynd samt! Bíð þar til translaterinn á Altavista er orðinn aðeins betri :)

Qualcuno ha denominato ora ed ha chiesto: che cosa Morti significa in italiano? Poiché qualcuno ha funzionato fino lui e stava gridando il morti italiano, il morti e lui italiani sta funzionando per IMPREGILO! Spero nessuno sono danneggiato a Kárahnjúkavirkjun!

Per sostenere gli italiani che lavorano per Impregilo che ho deciso avere mio blog in italiano

þriðjudagur, september 23, 2003

Anna er barasta ekki hér!! :( Þetta hefur ekki skeð í 4 næstum 5 ár :( Símon eyminginn bara sefur... held það sé áfengið sem fer svona illa í hann. Maður á ekki að reyna að drekka sorgum sínum. Heyrði annars af Önnu að hún hefði tekið fjólubláu bað í dag! Lúxus á henni bara... hvernig væri að bjóða manni með í frí næst :OP

Morpheus
Morpheus


?? Which Of The Greek Gods Are You ??
brought to you by Quizilla

laugardagur, september 20, 2003




Hætt í bili!! Eða byli!





Ég er að deyja úr kulda... brrrrr veturinn er greinilega kominn :(

Bakaði köku í fyrradag fyrir frænda, hann átti afmæli. Þegar hún kom út úr ofninum var hún rosafín.... gaf henni tækifæri til að kólna áður en ég tók hana úr forminu... en nei það vantaði bara hálfa kökuna, það var bara stórt gat í öðrum botninum, engin kaka... Amma snillingur púslaði botninum einhvern veginn saman og hjálpaði mér að maka rjóma yfir hana. Þetta var bara hin fínasta kaka!

Ég sit við skrifborðið mitt í vinnunni og er að líta í kringum mig, hvað rek ég augun í?? Grindarbotnsþjálfun, þvagleki, gulur bæklingur sem blasir við öllum. Annað hvort var þessu beint til mín eða þá að einhver af eldri starfsmönnunum hefur skilið þetta eftir.... vona það sé seinni möguleikinn. Ég kíkti aðeins á þetta, þarna eru sýndar hinar ýmsar æfingar en svo kemur
Athugið: Aukaverkanir- hiti, sviti, aukinn hjartsláttur og flökurleiki! Hver vill gera svona æfingar ef þetta eru aukaverkanirnar... frekar sætti ég mig við hlandblautar buxur.... Gæti verið að þær séu að rugla saman aukaverkunum af breytingartímabilinu?!! Það sem kvenfólk þarf að ganga í gegnum, engin furða að við erum svona frábærar!

föstudagur, september 19, 2003

Þessi próf eru alveg snilld! Finnið fríu prófin.. ekki skrá ykkur inn!

Það var ekki ÉG sem pantaði Sniglana... einhver sagði ég hér að neðan.. minnir Gerður og Íris (ehemm furðufuglarnir tveir)! Ég hélt mig við venjulegan rétt sem samanstóð af vatni og hveiti og smá aukahráefnum, mjög fínt.. sýndist meira að segja Fjölnir og Oliver vera að borða svipað þegar ég gekk út!

Já... Snúrurnar fóru á Hornið í gær, vorum að kveðja Ellu Völu sem er að fara til Þýskalands í tónlistarskóla, gáfum henni bókina Worst-Case Scenario.. sem er snilldarbók! Einhver pantaði sér snigla, hverjum dettur í hug að borða svona kvikindi??? Hvað þá froskalappir?? Einhver misskilningur þarna í gangi... orðaruglingur í gamla daga eða þá að Frakkar séu Geimverur...??? Maður hallast að því síðarnefnda þegar maður pælir í því að Eiffel turninn er örugglega bara risa sendir sem kemur skilaboðum áleiðis og Friðarboginn hliðið þar sem geimverurnar koma í gegn... þeir eru búnir að setja boga upp víðar í heiminum, minnir að einn sé í Usa og einn á Ítalíu..... Jáhá Frakkar eru sko geimverur!

Eitthvað segir mér að ég þurfi að fá mér ný gleraugu og byrja að ganga með þau daglega! Mér varð nefnilega soldið á í gærkvöldi þegar ég kom heim eftir dinner på Horned, það var slökkt í ganginum og þegar ég ætlaði að labba inn í stofu sýnist mér kötturinn sitja við útihurðina. Ég labbaði upp að honum og beygði mig niður og rétti fram hendina og ætlaði að strjúka honum létt áður en ég tæki hann upp. Mér var soldið brugðið þegar ég fann hvað yfirborðið var kalt og óslétt, ég var að klappa RUSLAPOKA!!! Gleraugu takk :)

sunnudagur, september 14, 2003

Fyndnasta í heimi.... vitiði afhverju enskumælendur segja stundum: I'm going to take a crap?? Nú því að Thomas Crapper fann upp fyrsta klósettið sem hægt var að sturta niður.... af honum eru þessi orð dregin! Crapping.. crapper.. ég næ mér ekki!

laugardagur, september 13, 2003

Ég er búin að vera svo dugleg að ég á skilið orðu! Á miðvikudag var ég á næturvakt, á fimmtudag bakaði ég fullt og gerði brauðrétt handa milljón manns sem komu óvænt í heimsókn. Prins, litli hvolpurinn hans pabba er algjör segull á gesti. Svo í morgun hélt ég áfram að baka, fór með bílinn upp í Vöku eftir að hafa eytt heillöngum tíma að ná útvarpinu úr honum fyrir Örnu (við Arna erum svo klárar að við notuðum prjónana hennar ömmu í staðinn fyrir lyklana sem eru einhversstaðar ofan í kassa), by the way skulda henni 2 prjóna :P. Eftir Vöku fórum við upp í Frumherja á Gylfaflöt, þar vissi starfsmaðurinn ekki neitt í sinn haus, sagðist vera nýr og bað okkur um að fara upp í aðalumboð sem við gerðum. 10.000kr ríkari hélt ég áleiðis heim þar sem beið mín verkefnavinna og enn meiri bakstur. Kláraði fyrsta verkefnið áður en öll hersingin kom í heimsókn, kökurnar streymdu út. Gestunum var líkt við rándýr, brauðrétturinn sérlega vinsæll. Svo dembdi ég mér í verkefnavinnu, frá 18 - 21:20 sat ég og kláraði heimavinnuna, þvílíkt dugleg og dreif mig í vinnuna.

Svaka stuð í vinnunni, Ellan og Katlan alveg að fríka út. Ella Vala mætti á svæðið með búz og bæti, var að fagna síðustu vaktinni! Hálsinn er skaðbrenndur eftir jalapenos og annað hnossgæti!! Var samt ekki alveg að fíla freyðivínið en ég er svo mikill gikkur að það er ekki að marka!!!

miðvikudagur, september 10, 2003

Jæja.. loksins að maður kemst að tölvunni... búin að vera sárlasin! Búin að vera á fljótandi í viku, kom engu niður vegna sára í hálsinum.. engar nánari lýsingar fyrir ykkur svo að þið haldið niðri hádegismatnum eða kvöldmatnum, því sem þið voruð að borða. Stóri guli er orðinn fastur punktur í tilveru minni, minn litli hvíti verður jarðsettur á morgun, síðdegis! Sorglegt alltaf þegar maður þarf að skilja við hluti sem hafa verið lengi í eigu manns... eiginlega vildi ég hafa hann fyrir utan gluggann hjá mér í stæðinu sínu til dómsdags en því miður er afi minn ekki sáttur við það og þess vegna þarf ég að farga honum. Kannski koma plöturnar sem Anna fann smá upp á móti þessum missi, Minipops og Rauðhetta og Úlfurinn... bara maður hefði nú spilara með þeim! Annars til að kæta mig hef ég ákveðið að gefa út orðabók! Þýðingar á tungumáli móður minnar... hér koma nokkur dæmi:

Garlic (a.k.a. hvítlaukur) = charlie
Jay Leno = John Lennon
Leonardo DiCaprio = Lanardo Caprini
head and shoulders = Sheldons
skjaldbaka = skjaldblaka
Temptation Island = sexy island

Ekki það að ég tali aldrei vitlaust... það er bara miklu skemmtilegra þegar aðrir gera það :)

Jæja.. ætla að fara að sofa... hrotumeðalið virkar því miður ekki.... hvaða góð ráð hafiði fyrir hrotum?

HERE WITHOUT YOU!! 3 doors down eru æðislegir... sem og Staind með So far away og Aicha með Outlandish... Allt of mörg góð lög....