Aldan

miðvikudagur, september 10, 2003

Jæja.. loksins að maður kemst að tölvunni... búin að vera sárlasin! Búin að vera á fljótandi í viku, kom engu niður vegna sára í hálsinum.. engar nánari lýsingar fyrir ykkur svo að þið haldið niðri hádegismatnum eða kvöldmatnum, því sem þið voruð að borða. Stóri guli er orðinn fastur punktur í tilveru minni, minn litli hvíti verður jarðsettur á morgun, síðdegis! Sorglegt alltaf þegar maður þarf að skilja við hluti sem hafa verið lengi í eigu manns... eiginlega vildi ég hafa hann fyrir utan gluggann hjá mér í stæðinu sínu til dómsdags en því miður er afi minn ekki sáttur við það og þess vegna þarf ég að farga honum. Kannski koma plöturnar sem Anna fann smá upp á móti þessum missi, Minipops og Rauðhetta og Úlfurinn... bara maður hefði nú spilara með þeim! Annars til að kæta mig hef ég ákveðið að gefa út orðabók! Þýðingar á tungumáli móður minnar... hér koma nokkur dæmi:

Garlic (a.k.a. hvítlaukur) = charlie
Jay Leno = John Lennon
Leonardo DiCaprio = Lanardo Caprini
head and shoulders = Sheldons
skjaldbaka = skjaldblaka
Temptation Island = sexy island

Ekki það að ég tali aldrei vitlaust... það er bara miklu skemmtilegra þegar aðrir gera það :)

Jæja.. ætla að fara að sofa... hrotumeðalið virkar því miður ekki.... hvaða góð ráð hafiði fyrir hrotum?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home