Ég er búin að vera svo dugleg að ég á skilið orðu! Á miðvikudag var ég á næturvakt, á fimmtudag bakaði ég fullt og gerði brauðrétt handa milljón manns sem komu óvænt í heimsókn. Prins, litli hvolpurinn hans pabba er algjör segull á gesti. Svo í morgun hélt ég áfram að baka, fór með bílinn upp í Vöku eftir að hafa eytt heillöngum tíma að ná útvarpinu úr honum fyrir Örnu (við Arna erum svo klárar að við notuðum prjónana hennar ömmu í staðinn fyrir lyklana sem eru einhversstaðar ofan í kassa), by the way skulda henni 2 prjóna :P. Eftir Vöku fórum við upp í Frumherja á Gylfaflöt, þar vissi starfsmaðurinn ekki neitt í sinn haus, sagðist vera nýr og bað okkur um að fara upp í aðalumboð sem við gerðum. 10.000kr ríkari hélt ég áleiðis heim þar sem beið mín verkefnavinna og enn meiri bakstur. Kláraði fyrsta verkefnið áður en öll hersingin kom í heimsókn, kökurnar streymdu út. Gestunum var líkt við rándýr, brauðrétturinn sérlega vinsæll. Svo dembdi ég mér í verkefnavinnu, frá 18 - 21:20 sat ég og kláraði heimavinnuna, þvílíkt dugleg og dreif mig í vinnuna.
Svaka stuð í vinnunni, Ellan og Katlan alveg að fríka út. Ella Vala mætti á svæðið með búz og bæti, var að fagna síðustu vaktinni! Hálsinn er skaðbrenndur eftir jalapenos og annað hnossgæti!! Var samt ekki alveg að fíla freyðivínið en ég er svo mikill gikkur að það er ekki að marka!!!
Svaka stuð í vinnunni, Ellan og Katlan alveg að fríka út. Ella Vala mætti á svæðið með búz og bæti, var að fagna síðustu vaktinni! Hálsinn er skaðbrenndur eftir jalapenos og annað hnossgæti!! Var samt ekki alveg að fíla freyðivínið en ég er svo mikill gikkur að það er ekki að marka!!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home