Aldan

laugardagur, september 20, 2003

Ég sit við skrifborðið mitt í vinnunni og er að líta í kringum mig, hvað rek ég augun í?? Grindarbotnsþjálfun, þvagleki, gulur bæklingur sem blasir við öllum. Annað hvort var þessu beint til mín eða þá að einhver af eldri starfsmönnunum hefur skilið þetta eftir.... vona það sé seinni möguleikinn. Ég kíkti aðeins á þetta, þarna eru sýndar hinar ýmsar æfingar en svo kemur
Athugið: Aukaverkanir- hiti, sviti, aukinn hjartsláttur og flökurleiki! Hver vill gera svona æfingar ef þetta eru aukaverkanirnar... frekar sætti ég mig við hlandblautar buxur.... Gæti verið að þær séu að rugla saman aukaverkunum af breytingartímabilinu?!! Það sem kvenfólk þarf að ganga í gegnum, engin furða að við erum svona frábærar!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home