Eitthvað segir mér að ég þurfi að fá mér ný gleraugu og byrja að ganga með þau daglega! Mér varð nefnilega soldið á í gærkvöldi þegar ég kom heim eftir dinner på Horned, það var slökkt í ganginum og þegar ég ætlaði að labba inn í stofu sýnist mér kötturinn sitja við útihurðina. Ég labbaði upp að honum og beygði mig niður og rétti fram hendina og ætlaði að strjúka honum létt áður en ég tæki hann upp. Mér var soldið brugðið þegar ég fann hvað yfirborðið var kalt og óslétt, ég var að klappa RUSLAPOKA!!! Gleraugu takk :)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home