Aldan

föstudagur, september 19, 2003

Já... Snúrurnar fóru á Hornið í gær, vorum að kveðja Ellu Völu sem er að fara til Þýskalands í tónlistarskóla, gáfum henni bókina Worst-Case Scenario.. sem er snilldarbók! Einhver pantaði sér snigla, hverjum dettur í hug að borða svona kvikindi??? Hvað þá froskalappir?? Einhver misskilningur þarna í gangi... orðaruglingur í gamla daga eða þá að Frakkar séu Geimverur...??? Maður hallast að því síðarnefnda þegar maður pælir í því að Eiffel turninn er örugglega bara risa sendir sem kemur skilaboðum áleiðis og Friðarboginn hliðið þar sem geimverurnar koma í gegn... þeir eru búnir að setja boga upp víðar í heiminum, minnir að einn sé í Usa og einn á Ítalíu..... Jáhá Frakkar eru sko geimverur!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home