Aldan

sunnudagur, júlí 27, 2003

Horfði á Wedding singer í gær... hún er alveg æðisleg.. ég held ég sé komin inn í ,,annan" flokk núna.. byrjuð að horfa of mikið á rómantískar gamanmyndir! Gerði það eiginlega aldrei hér áður, einnig stend ég mig að því að horfa á brúðkaupsþáttinn Já og hafa lúmskt gaman að því! Næst eru það rauðu sögurnar og Danielle Steele... ;oP fæ bara hroll þegar ég hugsa um það!

Í gærkvöldi fylltist ég ólýsanlegri óraunveruleikatilfinningu þegar ein vinkona mín var að tjá sig um viðburði í hennar lífi undanfarna daga og mér fannst ég vera föst í lifandi sápuóperu! Þegar eitthvað svona óraunverulegt gerist þá er eins og maður standi fyrir utan og sé að horfa inn. T.d. þegar maður fær slæmar fréttir eða lendir í slysi þá er ekki eins og maður sé sjálfur þátttakandi, bara áhorfandi, virkilega óþægileg tilfinning.

laugardagur, júlí 26, 2003

Fékk vaktaplan fyrir Ágúst.. er bara á næturvöktum :P! JEI

Ég veit ekki hvort það var tengt Oz þættinum sem ég horfði á í fyrradag eða einhverju sem ég át fyrir svefninn alla vega hafa draumfarir mínar verið undarlegar síðustu nætur! Það sem ég man helst eftir var að mig dreymdi að ég var inni á dauðadeild, það átti að lífláta mig fyrir glæp sem ég átti ekki aðild að! Systir mín var einnig þarna í fangelsinu en var neðar á biðilistanum eftir rafmagnsstólnum! Ég man það að ég var heimsótt af Ólafi Ragnari Grímssyni og var að reyna að herja út úr honum eins konar náðun. Einnig var ég að plana síðustu kvöldmáltíðina mína sem var hvorki meira né minna en grillað fjallalamb með bakaðri kartöflu og hvítlaukssmjéri! Ég gekk um fangelsið á náttfötum með tárin í augunum þar sem mér fannst svo sorglegt að skilja við familíuna og var að reyna að fá systur mína til að brenna dagbækur mínar eftir dauða minn!!

fimmtudagur, júlí 24, 2003

Maður verður að passa hvað maður segir í kringum börnin!!! Afi lærði það sko í dag.. hehe hann var að lesa bók fyrir Daníel og Thelmu (6 og 4 ára) veit nú ekki hvaða bók það var nú.. ekki miklar bókmenntir en þar kom fram orðið Kalli kúkur... já... svo segir afi allavega... jæja.... það væri nú ekki merkileg saga fyrir utan að pabbi krakkanna heitir einmitt Karl ;O) híhí... krakkarnir urðu svaka æstir og sögðust sko ætla að segja pabba hvað afi sagði... afi var eins og asni að reyna útskýra að þetta væri Kalli í bókinni en ekki Karl faðir þeirra sem væri kúkur.. ekkert smá fyndið að heyra þetta.. svo þegar Didda koma að ná í þau þurfti hann að útskýra þetta fyrir henni svo það myndi ekki allt komast í uppnám á heimilinu! LOL

laugardagur, júlí 19, 2003

Mig langar í hund :)

Þessi er algjört kjútípæ... alveg eins og Ringó! Lukka er nú soldið sæt líka.... ég vona að þú hafir náð að laga tölvuna Arna mín! :P
Það er partý í kvöld hjá Systu!!! Stuð hjá stelpunum.. og svo planað spilakvöld á miðvikudag í næstu viku!!! JEI

Var í fríi í gær.. sól aldrei þessu vant á frídegi! Fór í bæinn og svo um kvöldið upp í Breiðholt.... Arna var þar að passa hús og hunda... eldaði Lasagna handa mér og við fórum í göngutúr með þá inni í grafarvogi! Svo var á planinu að horfa á Identidy en Örnu tókst snilldarlega að eyðileggja tölvuna hjá greyið Ragnheiði þannig að ekkert varð úr því!! hehe nei vonandi er hún ekki handónýt... alla vega var komin heim upp úr miðnætti.. og nú er ég TRÖTT!

Me sleepy....

fimmtudagur, júlí 17, 2003

Ótrúlegt hvað maður er vanafastur... ég fékk ekki sætið mitt í vinnunni og ég er ónýt!!! :O( Dagurinn algjörlega ömurlegur.. reyndar batnaði hann smá þegar Begga færði mér Bræðing! Sumarfríið er búið :( ekkert gaman lengur.. ekki það að ég hafi gert mikið í fríinu.. reytti arfa í klst, skar næstum af mér tánna, las mjög mikið! Mjög afkastamikið eða hitt þó heldur..... tók ekki einu sinni til!! Svo kem ég aftur í vinnu og þá er steikjandi hiti og blíða og ég fæ ekki að njóta þess! Vænti þess að það verði sól um helgina.. enda er ég að vinna báða dagana!
Við vorum með Angel/Buffy maraþon í gær.. og stefni á það líka í nótt.... annars er ég með nóg af efni.. svo á ég von á fleiri Angel/Buffy þáttum! Hrönn er alltaf að dömpa á mig spólum :o) sátt við það!

sunnudagur, júlí 13, 2003

Hér er smá æfing, reynið að hafa eftirfarandi eftir eins og hratt og þið getið án þess að fipra!!

Úlan Bator Bútan Nepal Nepal Bútan Úlan Bator

Trippi og tröllsligaðir trússhestar troða og tæta traðirnar í túnfætinum. Teitur á Tjörnesi tyrfir með túnþökum traðirnar í túnfætinum sem trippin og tröllsliguðu trússhestarnir tróðu og tröðkuðu!

Hversu margir gátu þetta í fyrstu tilraun?

laugardagur, júlí 12, 2003

Harry Potter, Second Child, The Dead Zone, Ég get séð um mig sjálf... ég er búin að vera rosalega dugleg í fríinu! :) Byrjuð á Crystalsingers líka... bara 1 dagur eftir :( Stefni á því að eyða nóttinni og morgundeginum í Abfab!! :) Darling, sweetie... Lagerfeld darling names names names!! LaCroix! Sex in the City, Legally blond, Carry on nurse og teacher... held ég þurfi meira frí!

Brúðkaup í dag og er svo designated driver fyrir fjölskyldumeðlim í kvöld! Nóg að gera... skar næstum því af mér tánna í gær... veit ekki hvernig ég fer að því að keyra mikið! Þannig er mál með vexti að ég var að labba upp stiga hjá frænku minni til að ná í Kobba og þar sem skórnir mínir eru aðeins of stórir þá misreiknaði ég eitthvað fjarlægðina frá næsta þrepi og endaði á því að skrapa tánna á einhverju stáldrasli sem stóð út úr í tröppunni!!! Ég harkaði bara af mér.. hélt ég hefði bara beyglað tánna og labbaði upp.. var smá stund inni að reyna að ná fuglinum í kassa og svo gekk ég niður aftur.. þegar ég kem út í dagsljósið er mér litið niður og þá er annar sandalinn minn bara út ataður í blóði! Ég var á hraðferð þannig ég setti bara smá bréf á tánna og hélt af stað í dýrabúðina... þar sé ég að það er enn stærri pollur kominn, skammaðist mín dáldið þegar ég spurði hvort afgreiðslustúlkan væri með spritt á staðnum :oP hún lét mig hafa sótthreinsandi handáburð ... það SVEIÐ!!! Táin er enn á sko.. var ekki eins alvarlegt eins og ég hélt í fyrstu...

Fríða og Lalli... til hamingju með daginn :) hlakka ekkert smá til að sjá kjólinn þinn! :)

miðvikudagur, júlí 09, 2003

Það er rigning og mun vera rigning út vikuna.. það er mín spá! Ég er í sumarfríi... þetta var alveg eins í fyrra.... ég held þetta sé samsæri.. bókabíllinn er grunsamlegur... örugglega allt honum að kenna!

Ég var að finna nokkur ljóð sem við krakkarnir vorum að leika okkur að gera í tímum þegar okkur leiddist... hér eru smá dæmi!

Ein vil ég vera
og fara villu vegar
í unaði ásta og lífs
ég af ótal mönnum hrífst!

Sem ung og hraust stelpa
set ég takmörk, telpa
ég vil ungan, dökkhærðan mann,
líkan þeim sem Pamela Anderson fann!

eh já.. segi ekki orð sko!

Læti út um borg og bæi
strákana ég frá mér fæli,
á meðan ég þá tæli
með frönskum hreim ég mæli!

Rímið sko, passa rímið!

Afhverju ertu svona óhress,
algjört mess,
sýnilega á túr,
farðu og fáðu þér lúr!

Gráttu góðu tárunum,
glataðu öllum sárunum,
Kvennabölvun kvöl er
kannski maðurinn það sér!

Á að eiga fullt af þessum gullkornum einhvers staðar.... manni leiddist svo afskaplega mikið stundum.. sérstaklega í stærðfræði tímunum... Kalli, Ingunn, Hrefna og fleiri! Good times :O)

föstudagur, júlí 04, 2003

Ice!
ICE is your chinese symbol!


What Chinese Symbol Are You?
brought to you by Quizilla
Þetta er svo satt.. ég get verið virkilega köld manneskja... ekki viljandi samt....

Cold as ice.. hard as stone
chill to the bone

fimmtudagur, júlí 03, 2003

Ég setti fleiri veðurstelpur inn svo að ég gæti nú fylgst með veðrinu úti hjá ykkur stelpur!! Nú vænti ég þess að sjá hjá ykkur rigningu það sem eftir lifir sumars!! Samþykkt.. ok.. flott :o)

Var að tala við Örnu :( hún er í penthouse íbúð.. guð hvað ég öfunda hana! Svaka hiti víst... Ojæja.. ég er mjög sátt við sólarleysið hér.. of mikil sól endar bara í krabba sko! Álfrún hress og kát líka þarna úti í Vín... skilja mig eftir hérna.. eina :´( *grát*

Einn dagur eftir og svo sumarfrí... í heila viku.... hef ekkert að gera.. á engan pening til að fara neitt.. guð hvað það verður gaman hjá mér :) híhí.. jú ég veit hvað ég geri, spila SIMS SUPERSTAR :) :) :) í tölvunni hjá Önnu.. þú hefur hvort er svo mikið að lesa ;) híhí... SUPERSTAR (tatatara með tilheyrandi látbrögðum)
Keyptum hann um daginn... hann virðist vera góður... karokíið mjög fyndið og frægt fólk eins og Marylin Monroe, Avril Lavigne og Christina Aguilera ráfandi um svæðið.. maður getur fengið eiginhandaráritanir hjá þeim.. hehe .... úff hvað mér er heitt.. sko stelpur.. miklu betra að vera hér heima.. í örygginu... ;P

Furðulegt... það var auðvelt að ná í símaþjónustuna í Ghana.. hverjum hefði dottið það í hug!

þriðjudagur, júlí 01, 2003

Arna er farin til Portúgal :( Sniff í 2 heilar vikur... náði ekki að kveðja hana.... sofnaði svo snemma í gær... var byrjuð að dott um 19 leytið :( enda hafði ég ekkert sofið nóttina áður.. erfitt að snúa sólarhringnum við sko! Jæja... vona bara að hún skemmti sér vel.. ég á bara 50 mínútur eftir af vaktinni.... 3 daga eftir af vikunni :) svo er ég komin í vikufrí!! YESSSSSS hef samt ekkert að gera í fríinu.. vona að það verði gott veður.. næ kannski að reyta arfa eða eitthvað álíka merkilegt!! Annars hef ég nóg að gera.. er að lesa biblíuna !!! :) Gerður var svo elskuleg að lána mér Harry Potter.. nýju bókina.... er bara komin á bls 200.. nóg eftir! Hann er svo greinilega kominn á gelgjuna.. enda kominn tími til! Ætla að reyna að fara í bæinn á eftir... vona að það fari nú að birta meira til!