Aldan

laugardagur, júlí 26, 2003

Ég veit ekki hvort það var tengt Oz þættinum sem ég horfði á í fyrradag eða einhverju sem ég át fyrir svefninn alla vega hafa draumfarir mínar verið undarlegar síðustu nætur! Það sem ég man helst eftir var að mig dreymdi að ég var inni á dauðadeild, það átti að lífláta mig fyrir glæp sem ég átti ekki aðild að! Systir mín var einnig þarna í fangelsinu en var neðar á biðilistanum eftir rafmagnsstólnum! Ég man það að ég var heimsótt af Ólafi Ragnari Grímssyni og var að reyna að herja út úr honum eins konar náðun. Einnig var ég að plana síðustu kvöldmáltíðina mína sem var hvorki meira né minna en grillað fjallalamb með bakaðri kartöflu og hvítlaukssmjéri! Ég gekk um fangelsið á náttfötum með tárin í augunum þar sem mér fannst svo sorglegt að skilja við familíuna og var að reyna að fá systur mína til að brenna dagbækur mínar eftir dauða minn!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home