Aldan

fimmtudagur, júlí 24, 2003

Maður verður að passa hvað maður segir í kringum börnin!!! Afi lærði það sko í dag.. hehe hann var að lesa bók fyrir Daníel og Thelmu (6 og 4 ára) veit nú ekki hvaða bók það var nú.. ekki miklar bókmenntir en þar kom fram orðið Kalli kúkur... já... svo segir afi allavega... jæja.... það væri nú ekki merkileg saga fyrir utan að pabbi krakkanna heitir einmitt Karl ;O) híhí... krakkarnir urðu svaka æstir og sögðust sko ætla að segja pabba hvað afi sagði... afi var eins og asni að reyna útskýra að þetta væri Kalli í bókinni en ekki Karl faðir þeirra sem væri kúkur.. ekkert smá fyndið að heyra þetta.. svo þegar Didda koma að ná í þau þurfti hann að útskýra þetta fyrir henni svo það myndi ekki allt komast í uppnám á heimilinu! LOL

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home