Aldan

sunnudagur, júlí 27, 2003

Í gærkvöldi fylltist ég ólýsanlegri óraunveruleikatilfinningu þegar ein vinkona mín var að tjá sig um viðburði í hennar lífi undanfarna daga og mér fannst ég vera föst í lifandi sápuóperu! Þegar eitthvað svona óraunverulegt gerist þá er eins og maður standi fyrir utan og sé að horfa inn. T.d. þegar maður fær slæmar fréttir eða lendir í slysi þá er ekki eins og maður sé sjálfur þátttakandi, bara áhorfandi, virkilega óþægileg tilfinning.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home