Brúðkaup í dag og er svo designated driver fyrir fjölskyldumeðlim í kvöld! Nóg að gera... skar næstum því af mér tánna í gær... veit ekki hvernig ég fer að því að keyra mikið! Þannig er mál með vexti að ég var að labba upp stiga hjá frænku minni til að ná í Kobba og þar sem skórnir mínir eru aðeins of stórir þá misreiknaði ég eitthvað fjarlægðina frá næsta þrepi og endaði á því að skrapa tánna á einhverju stáldrasli sem stóð út úr í tröppunni!!! Ég harkaði bara af mér.. hélt ég hefði bara beyglað tánna og labbaði upp.. var smá stund inni að reyna að ná fuglinum í kassa og svo gekk ég niður aftur.. þegar ég kem út í dagsljósið er mér litið niður og þá er annar sandalinn minn bara út ataður í blóði! Ég var á hraðferð þannig ég setti bara smá bréf á tánna og hélt af stað í dýrabúðina... þar sé ég að það er enn stærri pollur kominn, skammaðist mín dáldið þegar ég spurði hvort afgreiðslustúlkan væri með spritt á staðnum :oP hún lét mig hafa sótthreinsandi handáburð ... það SVEIÐ!!! Táin er enn á sko.. var ekki eins alvarlegt eins og ég hélt í fyrstu...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home