Aldan

mánudagur, febrúar 27, 2006

Afmælið hennar Hönnu, check,
Snati, ekki check en í staðinn var það bara eitthvað sem líktist honum!
Vinna, check
Jæja.. verkefnalistinn er á ágætu róli, ekki fullkominn en á ágætu róli!
Anna fer inn á Reykjó á eftir :( ég á sko eftir að sakna hennar! :( Sem betur fer kemur hún heim um helgar!

Já, afmælið hennar Hönnu var alveg stórskemmtilegt! Smá hnökrar í byrjun sem endaði með því að ég mætti of seint, eða hélt ég væri of sein en það var í lagi! Hún var mjög ánægð með gjöfina frá okkur stelpunum, held ég að minnsta kosti! Það er eins gott.. þetta var allt á óskalistanum!

Ég er að skemmta mér einum of vel við heimildaöflunina fyrir ritgerðina mína, svo vel að ég gleymi að taka niður punkta!! Ehemm... verð að muna eftir því!

Gerður mín, ég fer að verða búin með fyrstu seríu ;)

laugardagur, febrúar 25, 2006

MARTHA schm$%#ta

Verð að halda áfram að skjóta á hana Mörtu! Ég horfi EKKI á þessa þætti, ég er bara stundum að fletta og þá allt í einu er hún þarna, alveg satt! Allavega, þegar ég hef séð þessa þætti, hversu lítið brot sem það er þá hefur hún sagt eitthvað vitlaust sem hún þarf síðan að leiðrétta yfirleitt eftir auglýsingahlé! Þetta er alveg óheyrilega fyndið! Í eitt skiptið var hún að baka og það hljómaði eins og hún gerði þetta mjög oft og svo sagði hún: þið látið þetta lyftast í 10 mínútur. Þá kallaði einhver aðstoðarmaður til hennar og lét hana leiðrétta þetta því þetta átti að vera 20-25 mínútur eða álíka! JE ræt Martha.. you bake?? Harry Potter var í heimsókn hjá henni í gær og þá tilkynnti hún að myndin yrði frumsýnd 16 nóvember, eftir hlé var það leiðrétt og nýja dagsetningin var 18 nóvember.

Ok.. ég er hætt þessu ... þið farið að halda að ég horfi virkilega á þetta drasl!

Veronica Mars

Ég er alveg inn í þessu gelgjudæmi enn.. það eldist vonandi aldrei alveg af mér!

Hver man ekki eftir Nancy Drew eða Jessicu Fletcher! Allir wannabe spæjarar hafa lesið þessar sögur eða horft á sjónvarpsþættina, þið þarna úti ættuð að vita af henni Veronicu Mars sem er ekkert annað en nútíma útgáfa af henni Nancy Drew með smá O.C. og Beverly Hills 90210 kryddi auk HÚMORS! Ég hef dundað mér við það undanfarnar nætur að lesa handritið af þessum þáttum (get ekki beðið eftir að vita hvað gerist næst, auk þess að ég er að forðast lærdóminn)!
Wanna be 16 again!

Afsakið HLÉ

Já.. þar með er þessu lokið! Hlénu sem sagt! Hvað þaut í gegnum hugann ykkar?

Já, ekkert markvert hefur gerst síðan ég skrifaði hér síðan! Hey jú, nú lýg ég! Silvía NÓTT fer áfram í Evróvision! Anna er að fara í FRÍ ;) Ef frí mætti kalla! Ég talaði við hana Audibet mína sem yfirgaf mig og hélt af stað til fyrirheitnalandsins, nánar tiltekið Ítalíu! Hún hefur það mjög gott úti og er að reyna að tæla mig í heimsókn! Ég hef illan grun um að ég verði látin starfa sem burðardýr! Nei ekki þannig, heldur verri tegundina... ALVÖRU, svona eins og ASNI! That girl can shop! Önnur norn er að reyna að fá mig á Búdda fund! Sjáum til með það! Öskudagurinn framundan, ég er að hugsa um að dulbúast sem letidýr! HEy! bíðum við.. hver þarf að dulbúast!

Annars tel ég að þessi bloggpása mín hafi stafað af samblöndu af fyrirtíðaspennu og fullu tungli! Ég bjóst allt eins að því að breytast í varúlf, þarf ekki mikið til :P

Ég á það til að syngja Behind these HATEFUL eyes þegar ég syng með henni Kelly Clarkson.. þeir sem eru inn í píkupoppi vita mætavel að textinn fjallar um Hazel eyes! Tengi þetta líka við skapið!

Næst á dagskrá er afmæli hjá henni Lemme Licket! Snati! Meiri vinna og skóli, Snúruhittingur og svo að krasha partý hjá Sniglunum!! ;) Í þessari röð! Síja

laugardagur, febrúar 11, 2006

Svona má ekki

Ung stúlka var orðrétt eftir Dv: ákærð fyrir að hafa ekið ölvuð og verið á örvandi og deyfandi efnum á meðan hún talaði í GSM-síma!

Má maður sem sagt ekki vera á örvandi eða deyfandi meðan maður talar í gsm-síma?? Híhí! Það myndi allavega stoppa allar þessar sms sendingar sem maður sér svo eftir daginn eftir ;)

föstudagur, febrúar 10, 2006

Haldiði að trúarbragðastríðið sem Nostradamus spáði sé að fara að skella á? Viðbrögð múslima við þessum blessuðu skopmyndum eru ýkt, eru þeir ekki bara að leita að ástæðum fyrir stríði? Þriðja heimstyrjöldin er væntanlega rétt handan við hornið!

Fuglaflensan er komin til Afríku, Ellen er líka komin til Afríku!
Inflúensan er komin til Íslands, Anna er með inflúensuna!

IT's ALL connected!!

Update tveim mínútum seinna!

Nei ok, ég laug með samlokuna... en það er samt súrt bragð af kjúklingaálegginu þannig ég sendi hana bara beina leið í ruslið! Síminn minn er enn flottur og Angel rúlar! Ég verð bara að þakka Hrönn fyrir lánið á "heimildunum"! hehe ;)

Nýi síminn er flottur!!
Samlokan sem ég er að éta er úldin!
Angel rúlaR!

Áfram amma!

Amma styður Silvíu Nótt!

Gott að vita ;)

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Nýr sími!

Ég var búin að lofa sjálfri mér að kaupa aldrei aftur annað merki en Nokia! Auðvitað gekk það ekkert eftir! Fór að kaupa síma í dag því minn er orðinn "óáreiðanlegur" og pirrandi og ég HATA hann! Ætlaði að kaupa Nokia samlokusíma en svo sá ég annan síma, Sony Ericsson Z520i með miklu betri rafhlöðu og ég bara varð að taka hann og prufa! Ég sá einhverja flotta fítusa á sama síma hjá Ellen þegar hún kom í heimsókn um daginn, en ég hafði samt hugsað mér að kaupa Nokia.. nú finnst mér ég vera að svíkja lit!! Ojæja.. hann er samt flottari en síminn hennar Önnu! Hver vill ekki samlokusíma??? Hún er skrýtin skrúfa!

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Ég á að vera löngu sofnuð! Ég bara get ekki ýtt á stopp, ég er með Mi Morena og Si Volvieras a Mi á repeat! Ég er orðin Grobaníti! Ég vissi alveg að hann væri góður en ja hérna... það er bara ekki hægt að slökkva á honum.

mánudagur, febrúar 06, 2006

Allir dyggir aðdáendur E-Type vita að Madonnu lagið Sorry er stolið! Það er nákvæmlega eins og flest lög sænska snillingsins, hún hljómar meira að segja eins og hann! Hvað um það, ég verð bara að segja að það er nokkuð gott hjá henni, besta lagið á plötunni hingað til.

Þvílíka Zombie rugl


Kenni Önnu um!

Áfram Ísland, Áfram Sylvía Nótt

Einu aðilarnir sem mótmæla þátttöku Sylvíu Nótt (vil ekki beygja þetta) í undanúrslitunum evróvisíón eru aðrir þátttakendur! Það vita allir að ef hún fær að taka þátt þá vinnur hún! Ég sá reyndar bara þáttinn núna á laugardag en miðað við þessi lög sem ég sá, þá er þetta langbesta lagið sem er að taka þátt!

Hættið þessu væli og leyfið henni fara út fyrir hönd Íslands...

Þegar fólk sem þolir hana ekki er farið að styðja hana þá hlýtur eitthvað að vera að!

Planleggingar!

Að planleggja, planleggingar??
Jú, ég er alltaf að planleggja. Auðveldast er þegar fólk spyr: Og hvað ætlaru að gera svo? að segja bara: ég veit það ekki! Það er alveg sannleikurinn, en það hljómar samt eins og maður sé ekkert búinn að vera að hugsa um framtíðina! Ég er alltaf að plana þó ég vilji sem minnst tjá mig um það, stundum tjái ég mig reyndar of mikið um það og lít út eins og asni ef það gengur ekki eftir. Ég er með ýmislegt á borðinu sem ég þarf að líta aðeins nánar á áður en ég ákveð eitthvað en það tekur sinn tíma. Ég veit alveg hvað ég vil gera og hvað ég ætla að reyna að gera en það er ekki þar með sagt að ég eigi eftir að gera það, við verðum bara að sjá hvað setur! Þetta er samt mjög pirrandi spurning; hvað ætlaru svo að gera! Er ekki nóg fyrir ykkur að vita að ég er að pæla í þessu og er með ýmislegt sem kemur til greina en ég er ekki búin að festa neitt enn og mun ekkert gera það fyrr en í sumar!!!

Það er alltaf svo mikið sem maður planar að ræða um hér á netinu en svo man maður þetta aldrei þegar loksins kemur tími til að rita eitthvað niður þannig maður endar á því að setja inn einhver bévítans próf eða klukk eða eitthvað leiðinlegt eins og í dag gerði ég þetta og hitt! Nú er einmitt ein slík stund að líða.. ég bara man ekki hvað ég ætlaði að ræða við ykkur þannig ég ætla bara að segja hvað ég gerði um helgina hehe ;)

Já, á fimmtudag strax eftir prófið (eða svona næstum því! vorum 2 tímum á eftir áætlun sem er þó gott í samanburði við aðra áætlaða brottfarartíma) héldum við af stað norður í Skagafjörð! Á leiðinni var stoppað í Hyrnunni og við fengum okkur bestu hamborgara sem við höfum smakkað í lengri tíma, svona alvöru eins og þeir voru í gamla daga! Nokkrum klukkutímum seinna var búið að láta renna í heita pottinn og eftir dágóða dýfu var svo haldið í rúmið! Sváfum til 15 næsta dag sem sýnir hversu þreyttar við vorum eftir allt sem á undan var gengið, frestuðum förinni til Akureyrar um einn dag og gerðum ekkert annað en að liggja og dæsa í þó nokkurn tíma, grilluðum naut og fórum aftur í pottinn (og aftur og aftur). Laugardagurinn hófst fyrr, við Anna héldum af stað til Akureyrar rétt eftir hádegi, á meðan hún skrapp til Pabba síns þá fór ég að hitta Hönnu mína sem er í nauðungarvinnu þarna! Við fórum smá á rúntinn, villtumst samt aldrei því það er ekki hægt (of lítill staður), og kíktum á Café Amour sem Hanna fer örugglega aldrei aftur ódrukkin inn á og svo í aðeins meiri bíltúr enda er varla mikið annað hægt að gera þarna! Kíkti svo í Blómaval og Dýraríkið áður en ég náði svo aftur í Önnu sem var byrjuð að örvænta um að ég hefði farið bara af stað án hennar. Komum heim í tæka tíð til að grilla áður en söngvakeppnin byrjaði, ég verð nú bara að segja að lagið sem hún Sylvía Nótt söng var bara það skársta sem ég sá þarna! Hin voru ekki upp að marga fiska, ekkert sem hefur ÞAÐ sem til þarf til að ná athygli í svona keppni, sorry stína! Jæja, fleiri dýfingar í pottinn, nokkur spil.. þar á meðal UNO sem er bara hrein snilld og svo bara svefn og búið! Við erum komnar heim! Hefðum lengt dvölina um viku ef ekki mánuð ef það hefði verið mögulegt! Ohh.. ætlaði að að læra svo mikið um helgina, það varð ekkert úr því, um leið og ég lagði hausinn á koddann og ætlaði að fara að lesa þá sofnaði ég strax!