Nýr sími!
Ég var búin að lofa sjálfri mér að kaupa aldrei aftur annað merki en Nokia! Auðvitað gekk það ekkert eftir! Fór að kaupa síma í dag því minn er orðinn "óáreiðanlegur" og pirrandi og ég HATA hann! Ætlaði að kaupa Nokia samlokusíma en svo sá ég annan síma, Sony Ericsson Z520i með miklu betri rafhlöðu og ég bara varð að taka hann og prufa! Ég sá einhverja flotta fítusa á sama síma hjá Ellen þegar hún kom í heimsókn um daginn, en ég hafði samt hugsað mér að kaupa Nokia.. nú finnst mér ég vera að svíkja lit!! Ojæja.. hann er samt flottari en síminn hennar Önnu! Hver vill ekki samlokusíma??? Hún er skrýtin skrúfa!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home