Aldan

mánudagur, febrúar 06, 2006

Það er alltaf svo mikið sem maður planar að ræða um hér á netinu en svo man maður þetta aldrei þegar loksins kemur tími til að rita eitthvað niður þannig maður endar á því að setja inn einhver bévítans próf eða klukk eða eitthvað leiðinlegt eins og í dag gerði ég þetta og hitt! Nú er einmitt ein slík stund að líða.. ég bara man ekki hvað ég ætlaði að ræða við ykkur þannig ég ætla bara að segja hvað ég gerði um helgina hehe ;)

Já, á fimmtudag strax eftir prófið (eða svona næstum því! vorum 2 tímum á eftir áætlun sem er þó gott í samanburði við aðra áætlaða brottfarartíma) héldum við af stað norður í Skagafjörð! Á leiðinni var stoppað í Hyrnunni og við fengum okkur bestu hamborgara sem við höfum smakkað í lengri tíma, svona alvöru eins og þeir voru í gamla daga! Nokkrum klukkutímum seinna var búið að láta renna í heita pottinn og eftir dágóða dýfu var svo haldið í rúmið! Sváfum til 15 næsta dag sem sýnir hversu þreyttar við vorum eftir allt sem á undan var gengið, frestuðum förinni til Akureyrar um einn dag og gerðum ekkert annað en að liggja og dæsa í þó nokkurn tíma, grilluðum naut og fórum aftur í pottinn (og aftur og aftur). Laugardagurinn hófst fyrr, við Anna héldum af stað til Akureyrar rétt eftir hádegi, á meðan hún skrapp til Pabba síns þá fór ég að hitta Hönnu mína sem er í nauðungarvinnu þarna! Við fórum smá á rúntinn, villtumst samt aldrei því það er ekki hægt (of lítill staður), og kíktum á Café Amour sem Hanna fer örugglega aldrei aftur ódrukkin inn á og svo í aðeins meiri bíltúr enda er varla mikið annað hægt að gera þarna! Kíkti svo í Blómaval og Dýraríkið áður en ég náði svo aftur í Önnu sem var byrjuð að örvænta um að ég hefði farið bara af stað án hennar. Komum heim í tæka tíð til að grilla áður en söngvakeppnin byrjaði, ég verð nú bara að segja að lagið sem hún Sylvía Nótt söng var bara það skársta sem ég sá þarna! Hin voru ekki upp að marga fiska, ekkert sem hefur ÞAÐ sem til þarf til að ná athygli í svona keppni, sorry stína! Jæja, fleiri dýfingar í pottinn, nokkur spil.. þar á meðal UNO sem er bara hrein snilld og svo bara svefn og búið! Við erum komnar heim! Hefðum lengt dvölina um viku ef ekki mánuð ef það hefði verið mögulegt! Ohh.. ætlaði að að læra svo mikið um helgina, það varð ekkert úr því, um leið og ég lagði hausinn á koddann og ætlaði að fara að lesa þá sofnaði ég strax!

1 Comments:

  • hahahaha... í nauðungarvinnu...

    já ég þarf greinilega að kynna mer kaffihúsaflóur Akureyris aðeins betur.

    kv. landsbyggðarrottan

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:45 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home