fimmtudagur, janúar 29, 2004
Það hefur enginn tíma til að blogga nú orðið! Ég hef ekki frá neinu merkilegu að segja frekar en fyrri daginn! Síminn minn gamli góði lenti í slagsmálum við Pepsiglas og lést eftir nokkrar lífgunartilraunir! Ég er komin með nýjan síma þökk sé Halldóru! 3510i vonum að hann standi sig betur en fyrirrennarinn! Fór á spilakvöld með Snúrunum! Þvílíkt gaman, spiluðum bara Clue og Dirty Minds. Begga stóð sig einkennilega vel í Dirty Minds spilinu ;OP hvernig ætli standi á því! hehe.. jújú Gerður stóð sig líka vel en gat varla haldið andlitinu réttu, eitthvað tengt ofvirku photographic memory eða eigum við að kalla það myndminni? Gerður kenndi okkur einnig snilldaraðferð við Clue (sem hún hefði kannski ekki átt að gera því ég vann í bæði skiptin :P ). Anna mín er enn upp á Lundi, kemur heim á föstudag! Helgin verður frábær, búin að fá frí í vinnunni og panta ÐÖ STEND til að glápa á! Annars þarf ég að lesa The Scarlett letter fyrir morgundaginn! Best get cracking! Afhverju skyldi þetta vera kallað cracking? Er það tengt dópneyslu? Nú ætla ég að fá mér krakk eða eitthvað tengd the crack in my ass? Hvað var þetta annars með Crack í Dirty Minds spilinu? Ég er búin að gleyma því!
föstudagur, janúar 23, 2004
You are going to Marry Josh Hartnett. He is really
shy, but don't let that fool you. He is really
outgoing and sweet with those he loves and will
be loyal to them for the rest of his life.
Congrats!!
Which male celebrity are you going to marry? (10 results that have pics!)
brought to you by Quizilla
miðvikudagur, janúar 21, 2004
Kassi.is er algjörlega að bjarga fjármálunum mínum :) Hamingja, hamingja!
Nei, það verður John Kerry, mér líst betur á hann... það verður tæpt!
Ég held að Howard Dean verði næsti forseti Bandaríkjanna! Don't ask!
And I'll be your cryin' shoulder
I'll be love suicide
And I'll be better when I'm older
I'll be the greatest fan of your life
Þetta ómar í hausnum á mér! Þetta er lagið sem hermaðurinn söng til konu sinnar í ameríska idolinu!
I'll be love suicide
And I'll be better when I'm older
I'll be the greatest fan of your life
Þetta ómar í hausnum á mér! Þetta er lagið sem hermaðurinn söng til konu sinnar í ameríska idolinu!
Hvað þykir Öldu fyndið?
1. Rowan Atkinson
2. Steve Buscemi
3. Monster's Inc
4. Pablo Fransisco
5. Whoopi Goldberg(nýi þátturinn er SVO fyndinn)
6. Íranski náunginn í Whoopi þættinum
8. John Cleese
9. Monty Python
10. Jack Black
11. Finding Nemo
12. Ellen DeGeneres í Finding Nemo
13. Robin Williams
14. Brendan Fraser (líka flottur :) )
15. Allir Wayans bræðurnir!
16. Jason Biggs
17. Alyson Hannigan í American Pie myndunum
18. Eugene Levy í flestum myndum
19. Svarti kallinn með hljóðin í Police Academy myndunum
20. Andy Hallett (græni kallinn í Angel þáttunum!)
22. Rat Race
23. Vince Vieluf í Rat race
Já, þetta þykir Öldu fyndið, í engri sérstakri röð!
Ef ykkur finnst þetta vera óþarfa upplýsingar og alveg hundleiðinlegt þá er ég algjörlega sammála. En mér leiðist hrottalega og þess vegna lendið þið í þessu! Nei, reyndar leiðist mér ekki, mér leiðist voðalega sjaldan. Mig langar til að leiðast en ég bara virðist ekki hafa tíma fyrir það. Ég sakna þess tíma þegar ég bókstaflega grét úr leiðindum. Ótrúlegt en satt!
1. Rowan Atkinson
2. Steve Buscemi
3. Monster's Inc
4. Pablo Fransisco
5. Whoopi Goldberg(nýi þátturinn er SVO fyndinn)
6. Íranski náunginn í Whoopi þættinum
8. John Cleese
9. Monty Python
10. Jack Black
11. Finding Nemo
12. Ellen DeGeneres í Finding Nemo
13. Robin Williams
14. Brendan Fraser (líka flottur :) )
15. Allir Wayans bræðurnir!
16. Jason Biggs
17. Alyson Hannigan í American Pie myndunum
18. Eugene Levy í flestum myndum
19. Svarti kallinn með hljóðin í Police Academy myndunum
20. Andy Hallett (græni kallinn í Angel þáttunum!)
22. Rat Race
23. Vince Vieluf í Rat race
Já, þetta þykir Öldu fyndið, í engri sérstakri röð!
Ef ykkur finnst þetta vera óþarfa upplýsingar og alveg hundleiðinlegt þá er ég algjörlega sammála. En mér leiðist hrottalega og þess vegna lendið þið í þessu! Nei, reyndar leiðist mér ekki, mér leiðist voðalega sjaldan. Mig langar til að leiðast en ég bara virðist ekki hafa tíma fyrir það. Ég sakna þess tíma þegar ég bókstaflega grét úr leiðindum. Ótrúlegt en satt!
laugardagur, janúar 17, 2004
Alda
Nafn þetta er myndað af orðinu alda (á sjó), bára, bylgja.
Fallbeyging
nf : Alda
þf : Öldu
þgf: Öldu
ef : Öldu
Samkvæmt þjóðskrá eru: 368 sem bera nafnið Alda sem 1. eiginnafn
168 sem bera nafnið Alda sem 2. eiginnafn
Hanna
Nafn þetta er komið af hebreska biblíunafninu "Hannah" sem merkir ég er í náðinni hjá guði.
Fallbeyging
nf : Hanna
þf : Hönnu
þgf: Hönnu
ef : Hönnu
Samkvæmt þjóðskrá eru: 667 sem bera nafnið Hanna sem 1. eiginnafn
190 sem bera nafnið Hanna sem 2. eiginnafn
Nafn þetta er myndað af orðinu alda (á sjó), bára, bylgja.
Fallbeyging
nf : Alda
þf : Öldu
þgf: Öldu
ef : Öldu
Samkvæmt þjóðskrá eru: 368 sem bera nafnið Alda sem 1. eiginnafn
168 sem bera nafnið Alda sem 2. eiginnafn
Hanna
Nafn þetta er komið af hebreska biblíunafninu "Hannah" sem merkir ég er í náðinni hjá guði.
Fallbeyging
nf : Hanna
þf : Hönnu
þgf: Hönnu
ef : Hönnu
Samkvæmt þjóðskrá eru: 667 sem bera nafnið Hanna sem 1. eiginnafn
190 sem bera nafnið Hanna sem 2. eiginnafn
föstudagur, janúar 16, 2004
Frábært!! Setti loksins upp forritit í tölvuna þannig ég geti horft á myndirnar sem flæða frá Örnu! 8mile, Police Academy... eitthvað efni með Rowan Atkinson... setti þetta inn í tölvuna.. svo er fullt til að kópera á diska! Er svo stolt af mér! Gerði þetta ALEIN! Nú er bara spurning um hvort ég komi þráðlausa netinu í gagnið... hef ekki enn getað tengst háskólanetinu!! :( Er einhver sem getur hjálpað mér!
Því miður mun engin lýsing koma hér á netið af þessari frægu Apavatnsför! Sór blóðeið um að lýsingum yrði haldið leyndu fyrir almenningi og munu flóðgáttir aðeins bresta á trúnó, undir áhrifum viðurkenndra vímuefna! Get þó sagt að ég var lurkum lamin eftir þessa ferð, á líkama og sál! Helsærð og aum eftir mikla misnotkun komst ég þó lifandi heim og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða! Ehh... já. Látum þar við sitja og förum í smá pásu!
GAsp!! Ég er syfjuð! Einungis 7 og hálfur tími eftir á vaktinni! Skóli á morgun! 1 tími á föstudögum, ef væri ekki fyrir skyldumætinguna myndi ég ekki hika við að skrópa! Anna Laufey kemur heim á morgun :) Jibbí! Lokaúrslit Ædolsins, hélt með Önnu Katrínu framan af! Til mikils að hlakka!
Arna mín er sko alveg búin að bjarga mér frá bökkum leiðinda! Hetjan sú skráði sig í enskukúrsinn og mun sitja mér til samlætis á bekkjum þekkingar. Hlakka hálfpartinn til að mæta í skólann, enda er ég komin þarna með einkabílstjóra, ritara og alfræðiorðabók í sama pakkanum! :) Aint life marvelous!
fimmtudagur, janúar 15, 2004
föstudagur, janúar 09, 2004
Ekki það að ég þurfi lokaorð! Ég vona allavega að þessi sumarbústaðarferð gangi ekki af mér dauðri!!
Jú ætli þetta sé ekki bara ég!
Ég hata strætó! Eftir að hafa misst af einum strætó, fór ég síðan upp í vitlausan vagn. Tók tvistinn og fattaði þegar hann beygði til hægri eftir Ráðhúsið að hann væri nú ekki að fara þangað sem ég ætlaði. Eftir glugg í leiðabókina og þegar ég hafði hleypt í mig smá kjarki, bað ég bílstjórann vinsamlegast um að gefa mér skiptimiða og hleypa mér út! Ég náði næsta tvisti fljótlega þar á eftir og hékk í honum að Lækjartorgi þar sem ég hafði nýlega misst af 5 sem ég þurfti að ná! Þurfti því að hanga í korter eftir næsta bíl. Strætóbílstjórarnir eru sko ekki lengur sætir eftir þá ferð!
Fór í skólann í dag, þótt ég ætlaði barasta alls ekki að nenna því. Afhverju gat jólafríið ekki verið aðeins lengra??? Mér til skelfingar er ég með hrottanlega hyper kennara. Hver setur á netið kennsluáætlun og heimaverkefni 1 JAN og biður mann síðan um að finna passamynd til að koma með í tímann!?? Nú, já, kennarinn minn! Datt í hug að hún væri smá ga en ekki að hún væri alveg GAGA! Hún byrjaði á því að skipta bekknum í 4-5 manna hópa, skipaði okkur að kynnast, segja að minnsta kosti 2 hluti um okkur (ekki nafn og heimilisfang, takk fyrir onei!, eitthvað persónulegt), svo skipaði hún okkur að finna að minnsta kosti 1 hlut sem við áttum sameiginlegan! Þetta gerðist allt á fyrstu 5 mínútunum! Í fang okkar var kastað möppu þar sem við áttum að festa á passamyndirnar og skrifa nöfnin við! Svo áttum við að finna nafn á hópinn okkar? Mér leið hálfilla og fannst ég hafa labbað inn í sýningu af Ljósaskiptum, eða þá farið óvart í Hagaskóla á staðinn fyrir Háskólann! Ekki gekk nú vel að finna sameiginlegt áhugamál eða hlut, einhver stakk upp á atriði og það var síðan kvatt í kútinn. Bókmenntir (hver hefur ekki áhuga á bókmenntum?? Halló??), kettir, trúin á Guð. Ekkert sameiginlegt atriði fannst... svo var stungið upp á the Googles! Ehh.. jújú ok. Hún númeraði hvert okkar, held þetta sé aðferð sem var notuð í fangabúðum Nasista hér árum áður og svo byrjaði hún að þramma fram og til baka um stofuna eins og hún ætti kaffihús. Mér til mikillar skelfingar dró hún svo upp úr þurru lofti litaðan bolta sem hún notaði svo til að reyna að drepa nokkra vel valdna einstaklinga. Ég fékk á tilfinninguna að sá hópur sem yrði fyrir boltanum yrði sendur fyrstur í gasklefann en það var verra! Sá hópur sem fékk boltann átti að gjöra svo vel að svara spurningum í verkefni sem við höfðum fengið þarna örfáum mínútum áður! Ég veit ekki hvernig ég hélt út þessa kennslustund en var líka alveg búin andlega eftir hana. Bara það eitt að fylgjast með henni hlaupa maraþon þarna inni, þramma fram og til baka eins og Hitler og tala án þess að draga einu sinni inn andann gæti drepið óstöðugari námshesta en mig!
Já ég kalla mig námshest því ég náði öllum prófunum :) Jibbí fyrir mér!
Eftir þessa maraþon kennslu fer ég síðan aftur í strætó, beina leið í bíó. Lord of the RINGS!! Loksins hefur sagan runnið sitt skeið. Hún er alveg frábær!
Nú er bara eitt eftir! Loksins eftir fjölda fráföll, bílaáföll og önnur afföll þá er komið að því!Sumarbústaðarferðin er á morgun! Jibbíkajey mo#$% fu$%! Nei annars ekki... lokaorð mín munu verða glæstari!
You too, Brutus (Sesar)
Good-bye everybody (einhver Hart Crane),
Are you happy? I'm happy (Ethel Barrymore (Blythe) ),
Friends applaud, the comedy is over (Ludwig van Beethoven),
"No." (Alexander Graham Bell),
I don't feel good (Luther Burbank),
Only one man ever understood me. And he really didn't understand me.(George Wilhelm Hegel)
This is the happiest moment of my life. (Adolf Fischer)
Never felt better. (Douglas Sr. Fairbanks)
I die . (Leonhard Euler)
Wait a second. (Jeanne-Antoinette Poisson Pompadour, Marquise d'Etoiles)
Everybody has got to die, but I have always believed an exception would be made in my case. Now what? (William Saroyan)
Don't let it end like this. Tell them I said something. (Fransisco "Pancho" Villa)
This is it! I'm going. I'm going. (Al Jolson (Asa Yoelson) )
Ég er hætt!
Ég hata strætó! Eftir að hafa misst af einum strætó, fór ég síðan upp í vitlausan vagn. Tók tvistinn og fattaði þegar hann beygði til hægri eftir Ráðhúsið að hann væri nú ekki að fara þangað sem ég ætlaði. Eftir glugg í leiðabókina og þegar ég hafði hleypt í mig smá kjarki, bað ég bílstjórann vinsamlegast um að gefa mér skiptimiða og hleypa mér út! Ég náði næsta tvisti fljótlega þar á eftir og hékk í honum að Lækjartorgi þar sem ég hafði nýlega misst af 5 sem ég þurfti að ná! Þurfti því að hanga í korter eftir næsta bíl. Strætóbílstjórarnir eru sko ekki lengur sætir eftir þá ferð!
Fór í skólann í dag, þótt ég ætlaði barasta alls ekki að nenna því. Afhverju gat jólafríið ekki verið aðeins lengra??? Mér til skelfingar er ég með hrottanlega hyper kennara. Hver setur á netið kennsluáætlun og heimaverkefni 1 JAN og biður mann síðan um að finna passamynd til að koma með í tímann!?? Nú, já, kennarinn minn! Datt í hug að hún væri smá ga en ekki að hún væri alveg GAGA! Hún byrjaði á því að skipta bekknum í 4-5 manna hópa, skipaði okkur að kynnast, segja að minnsta kosti 2 hluti um okkur (ekki nafn og heimilisfang, takk fyrir onei!, eitthvað persónulegt), svo skipaði hún okkur að finna að minnsta kosti 1 hlut sem við áttum sameiginlegan! Þetta gerðist allt á fyrstu 5 mínútunum! Í fang okkar var kastað möppu þar sem við áttum að festa á passamyndirnar og skrifa nöfnin við! Svo áttum við að finna nafn á hópinn okkar? Mér leið hálfilla og fannst ég hafa labbað inn í sýningu af Ljósaskiptum, eða þá farið óvart í Hagaskóla á staðinn fyrir Háskólann! Ekki gekk nú vel að finna sameiginlegt áhugamál eða hlut, einhver stakk upp á atriði og það var síðan kvatt í kútinn. Bókmenntir (hver hefur ekki áhuga á bókmenntum?? Halló??), kettir, trúin á Guð. Ekkert sameiginlegt atriði fannst... svo var stungið upp á the Googles! Ehh.. jújú ok. Hún númeraði hvert okkar, held þetta sé aðferð sem var notuð í fangabúðum Nasista hér árum áður og svo byrjaði hún að þramma fram og til baka um stofuna eins og hún ætti kaffihús. Mér til mikillar skelfingar dró hún svo upp úr þurru lofti litaðan bolta sem hún notaði svo til að reyna að drepa nokkra vel valdna einstaklinga. Ég fékk á tilfinninguna að sá hópur sem yrði fyrir boltanum yrði sendur fyrstur í gasklefann en það var verra! Sá hópur sem fékk boltann átti að gjöra svo vel að svara spurningum í verkefni sem við höfðum fengið þarna örfáum mínútum áður! Ég veit ekki hvernig ég hélt út þessa kennslustund en var líka alveg búin andlega eftir hana. Bara það eitt að fylgjast með henni hlaupa maraþon þarna inni, þramma fram og til baka eins og Hitler og tala án þess að draga einu sinni inn andann gæti drepið óstöðugari námshesta en mig!
Já ég kalla mig námshest því ég náði öllum prófunum :) Jibbí fyrir mér!
Eftir þessa maraþon kennslu fer ég síðan aftur í strætó, beina leið í bíó. Lord of the RINGS!! Loksins hefur sagan runnið sitt skeið. Hún er alveg frábær!
Nú er bara eitt eftir! Loksins eftir fjölda fráföll, bílaáföll og önnur afföll þá er komið að því!Sumarbústaðarferðin er á morgun! Jibbíkajey mo#$% fu$%! Nei annars ekki... lokaorð mín munu verða glæstari!
You too, Brutus (Sesar)
Good-bye everybody (einhver Hart Crane),
Are you happy? I'm happy (Ethel Barrymore (Blythe) ),
Friends applaud, the comedy is over (Ludwig van Beethoven),
"No." (Alexander Graham Bell),
I don't feel good (Luther Burbank),
Only one man ever understood me. And he really didn't understand me.(George Wilhelm Hegel)
This is the happiest moment of my life. (Adolf Fischer)
Never felt better. (Douglas Sr. Fairbanks)
I die . (Leonhard Euler)
Wait a second. (Jeanne-Antoinette Poisson Pompadour, Marquise d'Etoiles)
Everybody has got to die, but I have always believed an exception would be made in my case. Now what? (William Saroyan)
Don't let it end like this. Tell them I said something. (Fransisco "Pancho" Villa)
This is it! I'm going. I'm going. (Al Jolson (Asa Yoelson) )
Ég er hætt!
föstudagur, janúar 02, 2004
Árið byrjaði bara þokkalega! Lenti á skemmtilegum leigubílstjórum á leið á vaktina og eftir vaktina! Kom heim og sá að ég hafði fengið flott spil frá HHÍ og dagbók frá Rafiðnaðarsambandinu! Séð og heyrt einnig komið í hús og amma búin að fá Ambáttina lánaða frá Diddu og búin að lesa þannig að nú fæ ég hana! Svaf út.. eða til 16:30, kíkti eitthvað aðeins á upptökur af Fear Factor og Gilmore Girls, borðaði læri og fór að vinna! Komst í smá áramótaskap þegar ég labbaði í strætó! Enginn á ferli, allt á kafi í snjó og rakettur sprengdar öðru hvoru, aðeins til að láta mig vita að ég væri ekki ein í heiminum!
Það munaði 5 sekúndum að ég hefði bloggað akkurat á mínútunni tólf í gær! Það mætti halda að ég ætti ekkert líf en ég var víst að vinna á gamlárskvöld og verð í nótt og næstu 2 nætur! Fúlt en nauðsynlegt!