Aldan

föstudagur, janúar 02, 2004

Árið byrjaði bara þokkalega! Lenti á skemmtilegum leigubílstjórum á leið á vaktina og eftir vaktina! Kom heim og sá að ég hafði fengið flott spil frá HHÍ og dagbók frá Rafiðnaðarsambandinu! Séð og heyrt einnig komið í hús og amma búin að fá Ambáttina lánaða frá Diddu og búin að lesa þannig að nú fæ ég hana! Svaf út.. eða til 16:30, kíkti eitthvað aðeins á upptökur af Fear Factor og Gilmore Girls, borðaði læri og fór að vinna! Komst í smá áramótaskap þegar ég labbaði í strætó! Enginn á ferli, allt á kafi í snjó og rakettur sprengdar öðru hvoru, aðeins til að láta mig vita að ég væri ekki ein í heiminum!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home