Aldan

föstudagur, janúar 09, 2004

Jú ætli þetta sé ekki bara ég!

Ég hata strætó! Eftir að hafa misst af einum strætó, fór ég síðan upp í vitlausan vagn. Tók tvistinn og fattaði þegar hann beygði til hægri eftir Ráðhúsið að hann væri nú ekki að fara þangað sem ég ætlaði. Eftir glugg í leiðabókina og þegar ég hafði hleypt í mig smá kjarki, bað ég bílstjórann vinsamlegast um að gefa mér skiptimiða og hleypa mér út! Ég náði næsta tvisti fljótlega þar á eftir og hékk í honum að Lækjartorgi þar sem ég hafði nýlega misst af 5 sem ég þurfti að ná! Þurfti því að hanga í korter eftir næsta bíl. Strætóbílstjórarnir eru sko ekki lengur sætir eftir þá ferð!

Fór í skólann í dag, þótt ég ætlaði barasta alls ekki að nenna því. Afhverju gat jólafríið ekki verið aðeins lengra??? Mér til skelfingar er ég með hrottanlega hyper kennara. Hver setur á netið kennsluáætlun og heimaverkefni 1 JAN og biður mann síðan um að finna passamynd til að koma með í tímann!?? Nú, já, kennarinn minn! Datt í hug að hún væri smá ga en ekki að hún væri alveg GAGA! Hún byrjaði á því að skipta bekknum í 4-5 manna hópa, skipaði okkur að kynnast, segja að minnsta kosti 2 hluti um okkur (ekki nafn og heimilisfang, takk fyrir onei!, eitthvað persónulegt), svo skipaði hún okkur að finna að minnsta kosti 1 hlut sem við áttum sameiginlegan! Þetta gerðist allt á fyrstu 5 mínútunum! Í fang okkar var kastað möppu þar sem við áttum að festa á passamyndirnar og skrifa nöfnin við! Svo áttum við að finna nafn á hópinn okkar? Mér leið hálfilla og fannst ég hafa labbað inn í sýningu af Ljósaskiptum, eða þá farið óvart í Hagaskóla á staðinn fyrir Háskólann! Ekki gekk nú vel að finna sameiginlegt áhugamál eða hlut, einhver stakk upp á atriði og það var síðan kvatt í kútinn. Bókmenntir (hver hefur ekki áhuga á bókmenntum?? Halló??), kettir, trúin á Guð. Ekkert sameiginlegt atriði fannst... svo var stungið upp á the Googles! Ehh.. jújú ok. Hún númeraði hvert okkar, held þetta sé aðferð sem var notuð í fangabúðum Nasista hér árum áður og svo byrjaði hún að þramma fram og til baka um stofuna eins og hún ætti kaffihús. Mér til mikillar skelfingar dró hún svo upp úr þurru lofti litaðan bolta sem hún notaði svo til að reyna að drepa nokkra vel valdna einstaklinga. Ég fékk á tilfinninguna að sá hópur sem yrði fyrir boltanum yrði sendur fyrstur í gasklefann en það var verra! Sá hópur sem fékk boltann átti að gjöra svo vel að svara spurningum í verkefni sem við höfðum fengið þarna örfáum mínútum áður! Ég veit ekki hvernig ég hélt út þessa kennslustund en var líka alveg búin andlega eftir hana. Bara það eitt að fylgjast með henni hlaupa maraþon þarna inni, þramma fram og til baka eins og Hitler og tala án þess að draga einu sinni inn andann gæti drepið óstöðugari námshesta en mig!

Já ég kalla mig námshest því ég náði öllum prófunum :) Jibbí fyrir mér!

Eftir þessa maraþon kennslu fer ég síðan aftur í strætó, beina leið í bíó. Lord of the RINGS!! Loksins hefur sagan runnið sitt skeið. Hún er alveg frábær!


Nú er bara eitt eftir! Loksins eftir fjölda fráföll, bílaáföll og önnur afföll þá er komið að því!Sumarbústaðarferðin er á morgun! Jibbíkajey mo#$% fu$%! Nei annars ekki... lokaorð mín munu verða glæstari!

You too, Brutus (Sesar)
Good-bye everybody (einhver Hart Crane),
Are you happy? I'm happy (Ethel Barrymore (Blythe) ),
Friends applaud, the comedy is over (Ludwig van Beethoven),
"No." (Alexander Graham Bell),
I don't feel good (Luther Burbank),
Only one man ever understood me. And he really didn't understand me.(George Wilhelm Hegel)
This is the happiest moment of my life. (Adolf Fischer)
Never felt better. (Douglas Sr. Fairbanks)
I die . (Leonhard Euler)
Wait a second. (Jeanne-Antoinette Poisson Pompadour, Marquise d'Etoiles)
Everybody has got to die, but I have always believed an exception would be made in my case. Now what? (William Saroyan)
Don't let it end like this. Tell them I said something. (Fransisco "Pancho" Villa)
This is it! I'm going. I'm going. (Al Jolson (Asa Yoelson) )

Ég er hætt!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home