Aldan

laugardagur, júní 28, 2003

Aldrei þessu vant er ég komin með vaktaplan... 20 daga fram í tímann og allir vilja skipta við mig! Ef ég get reddað 3 vöktum þá er ég komin í 10 daga frí :) Bara krossleggja fingurnar og bíða fram á mánudag! Sumarfríið sem ég hélt að ég fengi ekki.... :o)
Ég er búin að svo myndó undanfarna daga... í gær bakaði ég djöflatertu og eplaköku þar sem krakkarnir
ætluðu að koma og ná í afmælisgjafirnar sínar, svo kom Arna í heimsókn og vildi ekki einu sinni smakka!! Varð þvílíkt móðguð en jafnaði mig samt þegar ég sá að kökurnar kláruðust næstum því! Lenti í smá útistöðum við könguló sem var búin að spinna sér vef inn á glugganum hjá mér... þegar hvorki Amma né Viðar vildu taka hana fyrir mig, náði ég í tissjú og greip hana.... svo til að vera viss um að hún væri örugglega þarna í bréfinu opnaði ég það og kíkti og sé ég þá ekki hana koma hlaupandi á móti mér.. mér brá svo að ég öskraði og missti bréfið í fátinu og hún datt á milli rifunnar á glugganum og rúmgaflsins... og nú er hún týnd :o( ég ímyndaði mér allt það versta... að hún myndi skríða inn í eyrað á mér og verpa eggjum þar inn sem síðan myndu klekjast og ég yrði alsett köngulóm sem myndu skríða út um hin ýmsu op á hausnum á mér.... átti erfitt með að sofna en svo í morgun þegar ég vaknaði þá var ég með svaka kýli á handleggnum... :o( kannski hún hafi verpt eggjum?? Hrollur!!!
Það var fyrst í dag sem ég náði að taka til eftir tiltektina þarna um daginn! Kannski var það bara tilhugsunin um að ég myndi deyja með allt í drasli sem höfðaði ekki til mín... eða kannski var þetta mín leið að reyna að finna köngulóna... reka hana út með illu... veit það ekki.. vill einhver koma í heimsókn til mín og leita að henni fyrir mig!

sunnudagur, júní 22, 2003

Ekki var nú mikil sól í dag.. allavega ekki það mikil að ég fengi samviskubit yfir að sofa daginn af mér... ég vaknaði samt í fyrralagi.. korter yfir tvö.. ætlaði að hlusta á viðtalið við Kalla á rás 2 en það hefur víst verið að klárast um leið og ég fann stöðina.... alveg dæmigert. Ég ákvað bara að skella mér á fætur og fór í kassaleit... Ég fyllti heila 5 kassa :) mjög stolt af sjálfri mér.. reyndar er herbergið í rúst eftir þessa tiltekt mína en planið er að taka til aftur á morgun :) Það kom nú ýmislegt fram í dagsljósið við þetta jarðrask mitt, t.d. kvittun fyrir síma sem ég leitaði dauðaleit af hérna fyrir nokkrum mánuðum þegar hann bilaði... hún lá bara í náttborðsskúffunni minni eins og hún hefði verið þar allan tímann :OP svo sá ég það að ég á alveg fullt af Tupperware dóti :OP sem ég hef náttúrulega ekkert að gera við þessa stundina þar sem ég bý heima! Fann Furbyinn minn og setti í hann batterý og leyfði afa að leika sér smá með hann.. .hann var sko að reyna að hræða fuglinn... ég bara man ekki hvort hann vaknaði þegar hann var svangur... ef svo er verð ég í vondum málum þegar ég fer heim þar sem ég gleymdi að taka batteríin úr aftur :o/
Ég skutlaði svo kössunum á Skúló áður en ég fór í vinnuna og fór einnig með tonn af rauðum varalitum handa múttu... eitthvað eldgamalt sem ég hef aldrei notað.. hún var voða ánægð.. Og nú ætla ég í pásu! Stay tuned for more worthless details in the life of ALDA!

laugardagur, júní 21, 2003

Ég tími varla að klára seinasta kaflann í bókinni.. er búin að vera með hana svo lengi!! Hún er alveg æðisleg.... alveg í Topp 3 hjá mér... The Stand eftir Stephen King.. nú þarf Anna bara að lesa hana og svo tökum við myndina á leigu! Annars er ég með svo mikið að lesa eitthvað... næst tekur við Crystalsingers.... hún er þó ekki eins þykk og þessi ... þykk er hún samt.

Það er æðislegt veður.. sólin skín og fuglarnir syngja.. maður tímir varla að fara að sofa! Ég ætti kannski bara að taka með mér teppi upp í Heiðmörk og sofna í sólinni og grilla mig á annarri hliðinni og láta köngulærnar skríða upp í opinn munninn... híhí.... Sólin var byrjuð að skína um 5 leytið.... þetta verður frábær dagur!

þriðjudagur, júní 17, 2003

Annars í sambandi við bíóferðir.. er búin að fara 3svar í bíó á einni viku!! Það hefur ekki gerst í mörg ár.... ég fór á fimmtudag á Darkness Falls.. rosaleg hryllingsmynd um tannálfinn.. STAY IN THE LIGHT.... (híhí Anna fattar þetta... ;) ) svo á sunnudagskvöld fór ég á THEY sem var einmitt á svipuðum nótum og fyrri myndin... STAY IN THE LIGHT... fjallaði um skrímslin í martröðum barna sem koma svo og drepa þau þegar þau verða eldri.. og stærri og meira júsý nema hvað að myndin er ÖMURLEG... ógeðslegustu atriðin eru þegar aðalleikkonan er sýnd nakin og þegar hún ælir...! Þriðja myndin var svo How to lose a guy in 10 days sem er rómantísk gamanmynd en fyrir bæði kynin myndi ég segja! Alveg hreint stórgóð! Mun kannski fjalla meira um þær á hinu blogginu í nánustu framtíð!

Hæ hó og Jibbí jei það er kominn 17. júní :) Svona byrja örugglega flest blogg í dag! Ég sé nú samt lítið hamingjusamt við þennan dag... það er rigning.. ég er að vinna til 22 og þarf að mæta 8 í fyrramálið :( Ekki það að ég hefði gert neitt sérstakt... en hey það er kominn 17. júní :)
Ég fór í bíó í gærkvöldi á How to lose a guy in 10 days... hún var hreint út sagt frábær.. mig langaði bara ekkert til þess að hætta að horfa á hana.... hann Matthew McConaughey er algjört gúmmilaði! Ég á afmæli bráðum og mig langar í hann!!!!! Hann er efst á óskalistanum!

mánudagur, júní 16, 2003

Afhverju næ ég ekki til Kúbu???

Hvað næst!!!! Ég trúi því bara ekki að ég hafi látið þessi orð út úr mér.. eyðilögðu allt bara... þvílík heimska.... eins og ég sagði hér nokkrum færslum fyrir neðan þá sagði ég við frænda minn um daginn að bílinn minn hefði aldrei bilað!! Síðan þá hef ég þurft að gera við bensínleiðsluna, viftureimina, bremsuklossarnir eru víst farnir, dekkið sprakk hjá mér og rærnar eru orðnar lúnar og þarf að skipta um þær! Allt þetta á innan við mánuði! Og ég kallaði þetta allt yfir mig sjálf!
Pabbi og Hugrún fóru úr bænum og ég bauðst til að gefa Monsu þar sem ég fór ekkert sjálf, á sunnudaginn fer ég svo um hádegið og er inni í húsinu í svona 10 mínútur.. svo þegar ég er að keyra af stað finn ég að bíllinn er stórfurðulegur.. ég fer út og sé að það er bara flatt á mínum! Ég var ekki með neitt til að leysa rærnar af.. faðir minn úti á landi... bíllinn klikk hjá afa (kúplingin farin á nýja bílnum), þannig ég hringdi í Indu... hún kom með Mikka en var ekki með rétt verkfæri svo við þurftum að fara og kaupa! Svo gekk svakalega illa af dekkinu af en tókst að lokum.. en hún sá að bremsuklossarnir voru ónýtir og rærnar í hættulegu ástandi!

miðvikudagur, júní 11, 2003

Ýtið hér!!

þriðjudagur, júní 10, 2003

Hvernig í ósköpunum er hægt að keyra bíl án viftureimarinnar??? Rafgeymirinn vildi ekki láta hlaða sig svo að farið var að rannsaka afhverju það væri.. eftir 2 tíma skoðun var einhver sem tók eftir því að viftureimina vantaði!! Ég sem var nýbúin að kaupa nýja :( þannig að ef þið rekist einhversstaðar á lítið notaða viftureim í VWPolo '93 þá á ég hana!!! Ný reim var sett í, í morgun, og nú hleður hann eðlilega :O) Þurfti að nota hann fullt líka.. fór í klippingu, keyrði afa á verkstæði (til að ná í sinn bíl ;o) ) og fullt fleira... Þetta vesen á bílnum er bara út af því að ég var að gorta yfir því að hann hefði aldrei bilað hjá mér.. næsta dag sker ég bensínleiðsluna í sundur... svo týnist viftureimin.. hvað næst :(

Fyndnustu teiknimyndir í heimi!!! Kíkið á þetta... í alvörunni... klikkun ;)

mánudagur, júní 09, 2003

Það er æðislegt í vinnunni!!! Fáir að vinna og ekkert að gera og við hérna sitjum og hlustum á John Lennon :) Bara að þetta væri alltaf svona... kyrrð og ró!! Ágætt þegar maður hefur ekki sofið neitt að ráði.... var á næturvakt á laugardag og svaf til 18 í gær... var orðin syfjuð um 22 og þegar ég ætlaði upp í rúm gat ég bara ekki sofnað... um 3 náði ég að dotta, var síðan vakin við símhringingu kl KORTER Í SEX ARNA!! Reyndar vaknaði ég ekki beint við símhringinguna... rámar bara rétt í hana.. aftur á móti man ég eftir SMS þar sem hún baðst afsökunar á því að hafa vakið mig sem ég fékk 5 mínútum seinna :OP og vakti mig alveg hehe.. en ég fyrirgef þér! hehe....
Annars hafa draumarnir mínir verið undarlegir, í fyrrinótt dreymdi mig stuðbyssu, jú og það var verið að nota hana á mig.. mundi eftir þessu þegar ég var að horfa á 24 í gær! Nei ekki í þannig tilgangi... þvílíkar sorahugsanir! Svo í nótt dreymdi mig það sem ég á að gera í framtíðinni... ég valdi það í draumnum... er bara nokkuð sátt við það :OP vonum bara að það rætist... Mamma heldur að ég sé berdreymin þar sem mig dreymdi að ég sá Frelsisstyttuna sökkva stuttu fyrir 11 september!

sunnudagur, júní 01, 2003

Ég er að leka niður.... búinn að vera átakanlegur dagur.. andlega alla vega... Fór í bæinn eftir vinnu að hitta Kalla... við fórum niður á höfn og síðan kíktum við á myndasýninguna á Austurvelli. Mér tókst svo snilldarlega að eyðileggja bensínleiðsluna (ekki einu sinni spyrja að því hvernig mér tókst það). Hringdi náttúrulega í einkaviðgerðarmanninn hann föður minn sem kom og reyndi að líma hana saman! Strönduðum svo við Laugarásbíó þar sem ég þurfti mér til mikillar skelfingar að skilja hann eftir :( Jæja.. við vorum keyrð inn í grafó.. Kalli eldaði og svo fórum við út og náðum okkur í videó! Tókum Requiem for a Dream.. hún var alveg rosaleg!!! Ég er enn eftir mig eftir hana! Já.. reyndar við breyttum lúkkinu smá!! Hvernig líst ykkur á??? Hef fengið að heyra orðið hrátt.. nú vil ég heyra eitthvað steikt!!! Ég er rosalega sátt!

Fjölskyldan mín er æðisleg... ég er á fá sumargjafir næstum því 2svar í viku ;o) keep it coming!!! Frábært dagur í gær.... vaknaði bókstaflega við gjafaflóð, svo var haldið í bæinn.... allir fengu sér skó, fórum í koló.. enduðum daginn svo með kínverskum og videó! :) Tókum Sweet Home Alabama og Halloween: Resurrection! Báðar í betri kantinum!! Verð örugglega geispandi í allan dag... trúi ekki að ég sé vöknuð klukkan 8.... er vön að vera að koma mér í rúmið á þessum tíma!!

Keypti 6 bækur í gær :OP ehemm reyndar kostaði bókin ekki nema 100kr því ég fór í kolaportið... en hvar á ég að koma þeim fyrir!!!! Ætli séu til pillur fyrir þessu??