Hvernig í ósköpunum er hægt að keyra bíl án viftureimarinnar??? Rafgeymirinn vildi ekki láta hlaða sig svo að farið var að rannsaka afhverju það væri.. eftir 2 tíma skoðun var einhver sem tók eftir því að viftureimina vantaði!! Ég sem var nýbúin að kaupa nýja :( þannig að ef þið rekist einhversstaðar á lítið notaða viftureim í VWPolo '93 þá á ég hana!!! Ný reim var sett í, í morgun, og nú hleður hann eðlilega :O) Þurfti að nota hann fullt líka.. fór í klippingu, keyrði afa á verkstæði (til að ná í sinn bíl ;o) ) og fullt fleira... Þetta vesen á bílnum er bara út af því að ég var að gorta yfir því að hann hefði aldrei bilað hjá mér.. næsta dag sker ég bensínleiðsluna í sundur... svo týnist viftureimin.. hvað næst :(
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home