Aldan

sunnudagur, júní 22, 2003

Ekki var nú mikil sól í dag.. allavega ekki það mikil að ég fengi samviskubit yfir að sofa daginn af mér... ég vaknaði samt í fyrralagi.. korter yfir tvö.. ætlaði að hlusta á viðtalið við Kalla á rás 2 en það hefur víst verið að klárast um leið og ég fann stöðina.... alveg dæmigert. Ég ákvað bara að skella mér á fætur og fór í kassaleit... Ég fyllti heila 5 kassa :) mjög stolt af sjálfri mér.. reyndar er herbergið í rúst eftir þessa tiltekt mína en planið er að taka til aftur á morgun :) Það kom nú ýmislegt fram í dagsljósið við þetta jarðrask mitt, t.d. kvittun fyrir síma sem ég leitaði dauðaleit af hérna fyrir nokkrum mánuðum þegar hann bilaði... hún lá bara í náttborðsskúffunni minni eins og hún hefði verið þar allan tímann :OP svo sá ég það að ég á alveg fullt af Tupperware dóti :OP sem ég hef náttúrulega ekkert að gera við þessa stundina þar sem ég bý heima! Fann Furbyinn minn og setti í hann batterý og leyfði afa að leika sér smá með hann.. .hann var sko að reyna að hræða fuglinn... ég bara man ekki hvort hann vaknaði þegar hann var svangur... ef svo er verð ég í vondum málum þegar ég fer heim þar sem ég gleymdi að taka batteríin úr aftur :o/
Ég skutlaði svo kössunum á Skúló áður en ég fór í vinnuna og fór einnig með tonn af rauðum varalitum handa múttu... eitthvað eldgamalt sem ég hef aldrei notað.. hún var voða ánægð.. Og nú ætla ég í pásu! Stay tuned for more worthless details in the life of ALDA!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home