Aldan

laugardagur, júní 28, 2003

Aldrei þessu vant er ég komin með vaktaplan... 20 daga fram í tímann og allir vilja skipta við mig! Ef ég get reddað 3 vöktum þá er ég komin í 10 daga frí :) Bara krossleggja fingurnar og bíða fram á mánudag! Sumarfríið sem ég hélt að ég fengi ekki.... :o)
Ég er búin að svo myndó undanfarna daga... í gær bakaði ég djöflatertu og eplaköku þar sem krakkarnir
ætluðu að koma og ná í afmælisgjafirnar sínar, svo kom Arna í heimsókn og vildi ekki einu sinni smakka!! Varð þvílíkt móðguð en jafnaði mig samt þegar ég sá að kökurnar kláruðust næstum því! Lenti í smá útistöðum við könguló sem var búin að spinna sér vef inn á glugganum hjá mér... þegar hvorki Amma né Viðar vildu taka hana fyrir mig, náði ég í tissjú og greip hana.... svo til að vera viss um að hún væri örugglega þarna í bréfinu opnaði ég það og kíkti og sé ég þá ekki hana koma hlaupandi á móti mér.. mér brá svo að ég öskraði og missti bréfið í fátinu og hún datt á milli rifunnar á glugganum og rúmgaflsins... og nú er hún týnd :o( ég ímyndaði mér allt það versta... að hún myndi skríða inn í eyrað á mér og verpa eggjum þar inn sem síðan myndu klekjast og ég yrði alsett köngulóm sem myndu skríða út um hin ýmsu op á hausnum á mér.... átti erfitt með að sofna en svo í morgun þegar ég vaknaði þá var ég með svaka kýli á handleggnum... :o( kannski hún hafi verpt eggjum?? Hrollur!!!
Það var fyrst í dag sem ég náði að taka til eftir tiltektina þarna um daginn! Kannski var það bara tilhugsunin um að ég myndi deyja með allt í drasli sem höfðaði ekki til mín... eða kannski var þetta mín leið að reyna að finna köngulóna... reka hana út með illu... veit það ekki.. vill einhver koma í heimsókn til mín og leita að henni fyrir mig!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home