Aldan

mánudagur, júní 09, 2003

Það er æðislegt í vinnunni!!! Fáir að vinna og ekkert að gera og við hérna sitjum og hlustum á John Lennon :) Bara að þetta væri alltaf svona... kyrrð og ró!! Ágætt þegar maður hefur ekki sofið neitt að ráði.... var á næturvakt á laugardag og svaf til 18 í gær... var orðin syfjuð um 22 og þegar ég ætlaði upp í rúm gat ég bara ekki sofnað... um 3 náði ég að dotta, var síðan vakin við símhringingu kl KORTER Í SEX ARNA!! Reyndar vaknaði ég ekki beint við símhringinguna... rámar bara rétt í hana.. aftur á móti man ég eftir SMS þar sem hún baðst afsökunar á því að hafa vakið mig sem ég fékk 5 mínútum seinna :OP og vakti mig alveg hehe.. en ég fyrirgef þér! hehe....
Annars hafa draumarnir mínir verið undarlegir, í fyrrinótt dreymdi mig stuðbyssu, jú og það var verið að nota hana á mig.. mundi eftir þessu þegar ég var að horfa á 24 í gær! Nei ekki í þannig tilgangi... þvílíkar sorahugsanir! Svo í nótt dreymdi mig það sem ég á að gera í framtíðinni... ég valdi það í draumnum... er bara nokkuð sátt við það :OP vonum bara að það rætist... Mamma heldur að ég sé berdreymin þar sem mig dreymdi að ég sá Frelsisstyttuna sökkva stuttu fyrir 11 september!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home