Aldan

laugardagur, september 30, 2006

I hope you never lose your sense of wonder
You get your fill to eat, but always keep that hunger
May you never take one single breath for granted
God forbid love ever leave you empty handed

I hope you still feel small when you stand beside the ocean
Whenever one door closes I hope one more opens
Promise me that you'll give faith a fighting chance
and when you get the choice to sit it out or dance,
I hope you dance, I hope you dance

I hope you never fear those mountains in the distance
Never settle for the path of least resistance
Living might mean taking chances, but they're worth taking
Loving might be a mistake but it's worth making
Don't let some hell bent heart leave you bitter
When you come close to selling out, reconsider
Give the heavens above more than just a passing glance

And when you get the choice to sit it out or dance,
I hope you dance (time is a wheel in constant motion always)
I hope you dance (rolling us along)
I hope you dance (tell me who wants to look back on their years and wonder)
I hope you dance (where those years have gone)

Kattafár

Eins og ég sagði í fyrri færslu þá á ég kött, en þar með er bara hálf sagan sögð þar sem ég á annan kött! Sá köttur slefar þegar hann er ánægður! Í nótt var hann eitthvað einmana, kom í heimsókn til mín, vakti mig með því að stanga mig eins og hann gerir þegar hann fær ekki næga athygli og slefaði smá af ánægju þegar ég nennti að klappa honum!

Annars á hrotkötturinn afmæli í dag :) Stóri guli hnoðrinn hann Símon er orðinn hvorki meira né minna en 4 ára! Heimsóknir eru afþakkaðar en gjafir í formi harðfisks og leikfanga eru alltaf vel þegnar :)

föstudagur, september 29, 2006

Staðreyndir um Ölduna

Hún hræðist þvottavélar og þurrkara sem eru á hraðasta snúning!

Hún safnar spilastokkum, tarot og venjulegum!

Hún fílar gelgjumyndir með "happy ending"

Hún syngur "hátt" með útvarpinu í bílnum

Hún á stóran silfurkross en geymir 2 litla, rauða djöfla ofan á honum!

Ég á kött

sem hrýtur!!! Í nótt faldi hann sig lengst undir rúmi þar sem ég náði ekki til hans og lagðist til svefns og hraut svo þvílíkt hátt! Ég náði ekki að sofna fyrr en hann ákvað að fá sér nætursnarl einhverjum klukkutímum seinna :S

þriðjudagur, september 26, 2006

Rólegheit

Ehhh já.. ekki alveg nógu góðar myndir... en ojæja.. nenni ekki að vesenast í þessu :) you get the point!! Var að horfa á the Girl Next Door núna nýlega, hún kom bara verulega á óvart... mjög skemmtileg og ekki versnaði þegar "slæmi" strákurinn minn úr Go mætti á svæðið!! Annars er Emile Hirsch cutie, bara svoldið ungur!

Helgin var fremur róleg, var að vinna, kvöldvaktir í þokkabót.. það gerðist ekkert spennandi.. fór reyndar á föstudaginn á rúntinn með Netverjanum en hann skrifaði einmitt mjög áhugaverðan pistil núna í dag (eða gær) sem vert er að kíkja á!

Það styttist óðum í London baby yeah!! Ein og hálf vika.... það þýðir reyndar eitt annað... þá missi ég afnotin af Passat Flugmannsins sem var svo yndislegur að lána mér bílinn sinn á meðan hann er úti á Spáni!! Þetta er búið að vera ljúft :) Ég hef samt ákveðið að fara fram á sameiginlegan umgengnisrétt yfir A.J. þegar hann kemur til baka!! Ég held því fram að við eigum mun betur saman en þeir tveir og því bara rangt að slíta okkur í sundur ;)

Bad bad boys, whatcha gonna do when they come for you!!


Eins hrifin og ég er af "góðu" strákunum!

Þá verð ég að viðurkenna það að ég er svoldið veik fyrir þeim "slæmu"!!

sunnudagur, september 24, 2006

Snúrubarn

Fékk áðan sms um að nýtt Snúrubarn hefði litið dagsins ljós eftir að hafa látið mömmu sína bíða all lengi eftir sér eða heilar tvær vikur :S Um 20 merkur og 58 cm!!!

Ég vil allavega óska ykkur Gerður og Gauta innilega til hamingju með stúlkuna!!!

Tekið af tannsmiðsblogginu fræga: Hér eru einhverjir sárir út í Tommy Lee greyið eftir Rockstar dæmið!!

A:Mundu Tommy lee er með lifrarbólgu c og fullt af öðru drasli.

B:lifrabólgu c !?? það er ekkert

ég redda öllu lifrabólgu stafrófinu og smita hann.


:OS

mánudagur, september 18, 2006

Keðjubréf Netverjans!

1. Aðalnafn og miðafn: Alda Hanna

2. Ertu skírður í höfuð á einhverjum? Já, ég er alnafna ömmu minnar :)

3. Hvenær gréstu síðast? Yfir The Notebook fyrir nokkrum dögum síðan.

4. Líkar þér skriftin þín? Stundum, hún er svo misjöfn, breytist dag frá degi.

5. Hver er uppáhalds hádegiskjöttegundin: Nautakjöt í öll mál!!! Annars borða ég yfirleitt ekki hádegismat!

6. Börn? Engin.

7. Myndir þú vera vinur sjálfs þíns? Auðvitað, ég er stórskemmtileg!

8. Áttu dagbók? Já, margar.. í flestum eru 1-2 færslur!!

9. Beitirðu oft kaldhæðni? Kaldhæðni.. hvað er það ??

10. Ertu enn með hálskirtlana? Já!

11. Færir þú í teygjustökk? Já, eftir nokkur ár!

12. Uppáhalds morgunkorn? Cocoa Puffs á jólunum, annars Kornflex eða Cherrios.

13. Losar þú reimarnar áður en þú ferð úr skónum? Nei, aldrei!

14. Finnst þér þú sterkur? Nei, en ég er að vinna í því!

15. Hver er uppáhaldsísinn þinn? Pekanhnetu!

16. Skóstærð? Kýs að svara þessu ekki, stórt!

17. Rautt eða bleikt? Er ekki bæði betra :) annars er rauður oftar skemmtilegri.

18. Hvað kanntu síst að meta í fari þínu? Óákveðni og óöryggi!

19. Hvers saknar þú mest? Æskunnar!

20. Viltu að allir svari þessum spurningum? JÁ!

21. Hvernig eru buxur þínar og skór á litinn? Eins og er, þá er ég í grænbláum náttbuxum.. er ekki í neinum skóm en oftast vel ég mér svarta eða gráa til daglegs brúks.

22. Hvað borðaðir þú síðast? Jógúrt, en ég er orðin svöng aftur!

23. Á hvað ertu að hlusta núna? Þögnina.

24. Ef þú værir vaxlitur, hvernig værir þú á litinn? Grænn :)

25. Uppáhaldslykt? Obsession Night fyrir konur og svo nokkrir útvaldir rakspírar!

26. Hver er síðasta manneskjan sem þú talaðir við í síma? Audibet!

27. Hvað er það fyrsta sem þú tekur eftir hjá manneskju sem þú laðast að? Augun og brosið..

28. Kanntu vel við manneskjuna sem sendi þér þetta? Já, afskaplega. Hann er skemmtilegur og góður vinur!

29. Eftirlætis drykkur? Er verið að meina áfengt eða óáfengt?? Vatnið er best, trópí líka! Fanta á veitingastöðum í útlöndunum!

30. Eftirlætis íþrótt? Ehhh, telst sjónvarpsgláp ekki vera einhversskonar íþrótt.. annars er það bara sundið :) það er fínt!

31. Hárlitur? Sauðaliturinn, skollitað en reyni að fela það með brúnum lit og jafnvel strípum.

32. Augnlitur? Oftast nær græn, en eiga það til að breytast eftir skapi!

33. Notar þú linsur? Nei, sjaldan en er að spá í litalinsum þessa stundina!

34. Uppáhaldsmatur? Nautasteik með bökuðum kartöflum og sósu með steiktu brokkolí og gulrótum til hliðar :)

35. Hryllingsmyndir eða "happy ending"? Happy ending, því klisjukenndara, því betra!

36. Hvernig er skyrtan þín á litin? Bolurinn minn er svartur!

37. Faðmlög eða kossar? Kossar!

38. Eftirlætis eftirréttur? Eplapæ a la Alda með ís ;)

39. Hver er líklegastur til að svara? Hvernig á ég að vita hverjir lesa þetta, það kommenta svo fáir!!

40. Ólíklegastur til að svara? Bendi á svarið hér að ofan!

41. Hvaða bók ertu að lesa? Ég er bæði með The Talishman (já ennþá) og California Club við náttborðið, gengur ekkert með hvoruga þar sem ég er svo bissí alltaf!

42. Hvað er á músarmottu þinni? Ekkert, hún er bara rauð!

43. Hvað horfðirðu á í sjónvarpinu í gær? ANTM, á meðan ég var að bíða eftir að fjölskyldumeðlimur myndi koma og horfa með mér á the Inside Man, náðum að horfa á korter af myndinni.. annars horfði ég á mynd sem heitir Taboo.. hún var ágæt!

44. Uppáhalds hljóð? Allt sem Josh Groban gefur frá sér! Annars er náttúran hljómfögur!

45. Rolling Stones eða Bítlarnir? Æ, ekki svona.. Bítlarnir ef ég verð að velja!

46. Hvert er það lengsta sem þú hefur farið frá heimilinu? Landafræðin er eitthvað að bregðast mér en annað hvort er það Minneapolis eða Krít! Tók svipaðan tíma að fljúga þangað..

47. Átt þú sérstakan hæfileika? Örugglega þó nokkra, þeir hafa bara ekkert verið að líta dagsins ljós nýlega!

48. Hvar og hvenær fæddist þú? 1. Ágúst í Reykjavík!!

föstudagur, september 15, 2006

I Concur!!

Já.. Örferðin er yfirstaðin, við Audibet skruppum í eina nótt í Ölfusborgir! Þetta átti að vera tarothittingur en Hjöddan beilaði en þetta var fjör samt sem áður. Sannkallað Rockstar kvöld, bæði Rockstar tekið í Singstar og Supernova! Get ekki leynt ykkur vonbrigðunum sem helltust yfir mann þegar Magni var í bottom 2! Maður vissi þá að hann væri á leiðinni heim... en jæja við drukkum sorgir okkar í burtu og ég fór í pottinn... alveg geggjað veður og meira að segja stjörnubjart á köflum!
Annars komu hluti af Snúrunum saman í kvöld á Maru til að kveðja hana Auði okkar! Voða gaman að sjá stelpurnar, alltof langt síðan síðast.. Gerður næstum komin viku framyfir áætlaðan komutíma, Gróa ófrísk... þessar Snúrur standa sig vel í því að fjölga mannkyninu! Eins og ég segi þá verður ekki langt þar til við tökum yfir heiminn!! Byrjum samt á Íslandi!
Gerður var svo að segja mér frá því að það verða svaka tónleikar hérna í desember með einhverju liði úr Rockstar!!! Dilana, Storm og Toby t.d. :)

Tengo un dolor de cabeza... goodnight

p.s. Anna er komin til Slóveníu... :)

fimmtudagur, september 14, 2006


Fékk þetta lánað frá Hrönn :) Schnilld!

miðvikudagur, september 13, 2006

Leiðindabloggari

Ég er leiðindabloggari, veit það alveg.. samt haldiði áfram að lesa þetta! Þið eruð skrýtin! Búin að vera ein heima með strákunum, það er voða fínt.. ekki jafn fínt þegar undarleg hljóð fóru að heyrast í hinu herberginu, ég veit ekkert hvað þetta var og ætla mér aldrei að komast að því... ég er best geymd undir sæng þegar svona gerist! HAHA það minnir mig svolítið á Noregsferðina... það voru allir svo hræddir eftir að hafa verið að segja draugasögur fram eftir kvöldi að enginn þorði að loka einum svefnherbergisglugga sem var opinn því það þurfti að stinga hendinni út um hann til að loka! Auðvitað var Aldan eina með viti og þorði að loka... hetjan mikla! Vildi ekki viðurkenna það fyrir hinum hversu skelfd ég var!! :OS Ég veit það er óhugnalegt þegar ég byrja að tala um sjálfa mig í þriðju persónu, það er bara svo skemmtilegt :)
En já.. framundan er örstutt sumarbústaðarferð eða örferð eins og ég vil kalla hana með Tarotklúbbnum, vinna, Snúruhittingur og svo kveðjustundir... fullt að fólki að fara til útlanda :( Hvaða rugludöllum dettur í hug að flytja til Ítalíu til að fara í skóla? Eru ekki nóg af skólum hérna á Íslandi? Ég bara spyr?
Annað í fréttum, Amma varð 70 ára og pabbi 50 ára nú á dögunum, við kvenmennirnir í fjölskyldunni lögðum krafta okkar saman í allsherjarveislu sem kom ömmu virkilega á óvart.. mættum allar á svæðið með veitingar, gjöf og langömmu sem var líklegast það óvæntasta af öllu! Mæli með að taka eina slíka með í veislur, þær vekja ætíð lukku!

Undirbúningur fyrir heimkomuna miklu er hafinn, ég vona að ég nái að lífga blómin við :0S Ef ekki á þá einhver jukku handa mér???

800 atkvæði!

Það var búið að lofa mér að síðasti þriðjudagur yrði síðasti kosningadagurinn... en neinei.. það átti að kjósa aftur í gær og viti menn.. Aldan var að vinna... ég hefði aldrei tekið vaktina hefði ég vitað um það!!! En auðvitað stóð Aldan fyrir sínu, ekki gat hún annað en toppað fyrri frammistöðu sína og kaus Magna því 800 sinnum í þetta skiptið... ég lýg því ekki!! Heildartala kvöldsins 1410 atkvæði!! Við Arna vorum góðar í þessu... en nú er ég líka hætt að kjósa, sama hver kosningin er! Yfir 3788 atkvæði voru veitt þessi þrjú kvöld fyrir hönd Fyrirtækisins! Ef ég fæ ekki knús frá Magna þá verð ég sár!

miðvikudagur, september 06, 2006

750 atkvæði!

1260 í heild fyrir kvöldið! Við Tinna vorum alveg að standa okkur! Ég er þó mjög fegin að ekki eru fleiri kosninganætur framundan! Ég er búin á því :)

Go Magni segi ég bara... eins gott að þú komist áfram eftir allt sem við lögðum á okkur!

mánudagur, september 04, 2006

Sorgardagur :(

Þetta er sorglegt :( En það er víst ekki hægt að sleppa með skrekkinn endalaust!

Mínútuþögn!

Allt er hægt nú til dags!

Ódýrasta hús í heimi! Byrjaði allt á einni rauðri bréfaklemmu!