1. Aðalnafn og miðafn: Alda Hanna
2. Ertu skírður í höfuð á einhverjum? Já, ég er alnafna ömmu minnar :)
3. Hvenær gréstu síðast? Yfir The Notebook fyrir nokkrum dögum síðan.
4. Líkar þér skriftin þín? Stundum, hún er svo misjöfn, breytist dag frá degi.
5. Hver er uppáhalds hádegiskjöttegundin: Nautakjöt í öll mál!!! Annars borða ég yfirleitt ekki hádegismat!
6. Börn? Engin.
7. Myndir þú vera vinur sjálfs þíns? Auðvitað, ég er stórskemmtileg!
8. Áttu dagbók? Já, margar.. í flestum eru 1-2 færslur!!
9. Beitirðu oft kaldhæðni? Kaldhæðni.. hvað er það ??
10. Ertu enn með hálskirtlana? Já!
11. Færir þú í teygjustökk? Já, eftir nokkur ár!
12. Uppáhalds morgunkorn? Cocoa Puffs á jólunum, annars Kornflex eða Cherrios.
13. Losar þú reimarnar áður en þú ferð úr skónum? Nei, aldrei!
14. Finnst þér þú sterkur? Nei, en ég er að vinna í því!
15. Hver er uppáhaldsísinn þinn? Pekanhnetu!
16. Skóstærð? Kýs að svara þessu ekki, stórt!
17. Rautt eða bleikt? Er ekki bæði betra :) annars er rauður oftar skemmtilegri.
18. Hvað kanntu síst að meta í fari þínu? Óákveðni og óöryggi!
19. Hvers saknar þú mest? Æskunnar!
20. Viltu að allir svari þessum spurningum? JÁ!
21. Hvernig eru buxur þínar og skór á litinn? Eins og er, þá er ég í grænbláum náttbuxum.. er ekki í neinum skóm en oftast vel ég mér svarta eða gráa til daglegs brúks.
22. Hvað borðaðir þú síðast? Jógúrt, en ég er orðin svöng aftur!
23. Á hvað ertu að hlusta núna? Þögnina.
24. Ef þú værir vaxlitur, hvernig værir þú á litinn? Grænn :)
25. Uppáhaldslykt? Obsession Night fyrir konur og svo nokkrir útvaldir rakspírar!
26. Hver er síðasta manneskjan sem þú talaðir við í síma? Audibet!
27. Hvað er það fyrsta sem þú tekur eftir hjá manneskju sem þú laðast að? Augun og brosið..
28. Kanntu vel við manneskjuna sem sendi þér þetta? Já, afskaplega. Hann er skemmtilegur og góður vinur!
29. Eftirlætis drykkur? Er verið að meina áfengt eða óáfengt?? Vatnið er best, trópí líka! Fanta á veitingastöðum í útlöndunum!
30. Eftirlætis íþrótt? Ehhh, telst sjónvarpsgláp ekki vera einhversskonar íþrótt.. annars er það bara sundið :) það er fínt!
31. Hárlitur? Sauðaliturinn, skollitað en reyni að fela það með brúnum lit og jafnvel strípum.
32. Augnlitur? Oftast nær græn, en eiga það til að breytast eftir skapi!
33. Notar þú linsur? Nei, sjaldan en er að spá í litalinsum þessa stundina!
34. Uppáhaldsmatur? Nautasteik með bökuðum kartöflum og sósu með steiktu brokkolí og gulrótum til hliðar :)
35. Hryllingsmyndir eða "happy ending"? Happy ending, því klisjukenndara, því betra!
36. Hvernig er skyrtan þín á litin? Bolurinn minn er svartur!
37. Faðmlög eða kossar? Kossar!
38. Eftirlætis eftirréttur? Eplapæ a la Alda með ís ;)
39. Hver er líklegastur til að svara? Hvernig á ég að vita hverjir lesa þetta, það kommenta svo fáir!!
40. Ólíklegastur til að svara? Bendi á svarið hér að ofan!
41. Hvaða bók ertu að lesa? Ég er bæði með The Talishman (já ennþá) og California Club við náttborðið, gengur ekkert með hvoruga þar sem ég er svo bissí alltaf!
42. Hvað er á músarmottu þinni? Ekkert, hún er bara rauð!
43. Hvað horfðirðu á í sjónvarpinu í gær? ANTM, á meðan ég var að bíða eftir að fjölskyldumeðlimur myndi koma og horfa með mér á the Inside Man, náðum að horfa á korter af myndinni.. annars horfði ég á mynd sem heitir Taboo.. hún var ágæt!
44. Uppáhalds hljóð? Allt sem Josh Groban gefur frá sér! Annars er náttúran hljómfögur!
45. Rolling Stones eða Bítlarnir? Æ, ekki svona.. Bítlarnir ef ég verð að velja!
46. Hvert er það lengsta sem þú hefur farið frá heimilinu? Landafræðin er eitthvað að bregðast mér en annað hvort er það Minneapolis eða Krít! Tók svipaðan tíma að fljúga þangað..
47. Átt þú sérstakan hæfileika? Örugglega þó nokkra, þeir hafa bara ekkert verið að líta dagsins ljós nýlega!
48. Hvar og hvenær fæddist þú? 1. Ágúst í Reykjavík!!