Aldan

laugardagur, september 30, 2006

Kattafár

Eins og ég sagði í fyrri færslu þá á ég kött, en þar með er bara hálf sagan sögð þar sem ég á annan kött! Sá köttur slefar þegar hann er ánægður! Í nótt var hann eitthvað einmana, kom í heimsókn til mín, vakti mig með því að stanga mig eins og hann gerir þegar hann fær ekki næga athygli og slefaði smá af ánægju þegar ég nennti að klappa honum!

Annars á hrotkötturinn afmæli í dag :) Stóri guli hnoðrinn hann Símon er orðinn hvorki meira né minna en 4 ára! Heimsóknir eru afþakkaðar en gjafir í formi harðfisks og leikfanga eru alltaf vel þegnar :)

3 Comments:

  • Til hamingju með afmælið kisi minn ; )

    Sólveig

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:26 e.h.  

  • Til hamingju með afmælið Símon ;)
    Þessi litli minnir mig nú bara soldið á minn litla, hann einmitt stangar mann og slefar út um allt... Spurning hvort 1árs kríli séu á sama þroskastigi og kettir, eða öfugt ;)
    kv Arna

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:11 f.h.  

  • Hehehe... já það er spurning :)

    By Blogger Aldan, at 2:34 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home