Aldan

miðvikudagur, september 13, 2006

Leiðindabloggari

Ég er leiðindabloggari, veit það alveg.. samt haldiði áfram að lesa þetta! Þið eruð skrýtin! Búin að vera ein heima með strákunum, það er voða fínt.. ekki jafn fínt þegar undarleg hljóð fóru að heyrast í hinu herberginu, ég veit ekkert hvað þetta var og ætla mér aldrei að komast að því... ég er best geymd undir sæng þegar svona gerist! HAHA það minnir mig svolítið á Noregsferðina... það voru allir svo hræddir eftir að hafa verið að segja draugasögur fram eftir kvöldi að enginn þorði að loka einum svefnherbergisglugga sem var opinn því það þurfti að stinga hendinni út um hann til að loka! Auðvitað var Aldan eina með viti og þorði að loka... hetjan mikla! Vildi ekki viðurkenna það fyrir hinum hversu skelfd ég var!! :OS Ég veit það er óhugnalegt þegar ég byrja að tala um sjálfa mig í þriðju persónu, það er bara svo skemmtilegt :)
En já.. framundan er örstutt sumarbústaðarferð eða örferð eins og ég vil kalla hana með Tarotklúbbnum, vinna, Snúruhittingur og svo kveðjustundir... fullt að fólki að fara til útlanda :( Hvaða rugludöllum dettur í hug að flytja til Ítalíu til að fara í skóla? Eru ekki nóg af skólum hérna á Íslandi? Ég bara spyr?
Annað í fréttum, Amma varð 70 ára og pabbi 50 ára nú á dögunum, við kvenmennirnir í fjölskyldunni lögðum krafta okkar saman í allsherjarveislu sem kom ömmu virkilega á óvart.. mættum allar á svæðið með veitingar, gjöf og langömmu sem var líklegast það óvæntasta af öllu! Mæli með að taka eina slíka með í veislur, þær vekja ætíð lukku!

Undirbúningur fyrir heimkomuna miklu er hafinn, ég vona að ég nái að lífga blómin við :0S Ef ekki á þá einhver jukku handa mér???

3 Comments:

  • Leiðindabloggari hvað??!!
    Ég elska að lesa bloggið þitt!!
    Mættir bara vera duglegri ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:33 e.h.  

  • Jebb, það er það eina, mættir vera duglegri!

    Kv. Mangó

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:02 e.h.  

  • Sammála fyrsta manni.

    By Blogger Unknown, at 12:12 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home