Aldan

mánudagur, janúar 24, 2005

Ég þakka öllum snúrum (kvensnúrunum og karlsnúrunni) fyrir laugardagskvöldið, það var rosalega gaman. Góður matur, góð stemmning, gott fólk... allt gott! Meira að segja vaktin eftir á var góð.. róleg og fín. Það var gerð góð tilraun í að koma kvefi ofan í allt starfsfólkið en okkur var boðið í fordrykk á ísbarinn... svoldið spes.. leið eins og ég væri safngripur þegar fólk horfði á mann inn um gluggann, fengum flottar kápur.. aumingja Ollý og Heba skildu fyrst ekkert í því hvað við værum að pæla að vera eins klæddar.. héldu örugglega að þarna hefði verið eitthvað þema í gangi sem þær hefðu misst af hehe... en nei.. þetta var ekki: a theme gone wrong.. ó nó...

Nú fer að líða að afmælum, afhvurju á fólk alltaf afmæli í hópum? Anna er 1 feb, Arna 3 feb, Hanna 26 feb.. gæti talið upp fleiri nöfn en ég vil ekki gleyma neinum þannig að ég ætla bara að stoppa strax! :P Feb, maí, júní, ágúst og september eru sérstaklega slæmir en fólk í minni fjölskyldu á varla börn utan þessara mánaða... hehe.. nei ok smá ýkjur en þetta er voða skrýtið hvað þetta safnast allt saman á fáar dagsetningar... 1. og 15. hvers mánaðar eru mjög vinsælir.. nóg um það... þetta er eitthvað þreytuþras þar sem ég er að leka niður hérna... kveð í bili... chiao

Hér eru systkini að ræða saman, um hvern (hvað) eru þau að ræða?

A: Maybe he's some animal that wasn't supposed to live. Could be a monkey or an orangutan.
B: A bald monkey?
C: Is he a pig? He sure eats like one.

föstudagur, janúar 21, 2005

Quote: What I want from each and every one of you is a hard-target search of every gas station, residence, warehouse, farmhouse, henhouse, outhouse and doghouse in that area!

Hver sagði þetta og hvar....

Í hvaða kvikmynd kemur þetta fyrir:
Bubbles Bubbles, My bubbles...???

Mín er sko búin að vera dugleg þessa viku... búin að gera ýmislegt sem hefur staðið til síðan á síðasta ári. Fór á SAW með Önnu... loksins... sá fyrri helming myndarinnar í nóv-des á síðasta ári, er búin að vera að deyja úr spenningi að vita hvernig hún endaði, hún olli mér engum vonbrigðum. Ég bauð Ellen og Söruh í kaffi og spjall... gaman að hitta þær, Ellen er orðin hvorki meira né minna en kaffihúsaeigandi... ágætt að hafa sambönd hehe.... Fór til námsráðgjafa, loksins, og fór að pæla í þessu námi mínu og ákvað það að ég myndi útskrifast um næstu jól, loksins.. eftir miklar pælingar. Ákvað að taka 90 einingar í ensku í stað þess að hafa 30 einingar í sálfræðinni.. það hefði ekki skipt neinu í sambandi við tímann þar sem ég á alltaf eftir að skrifa B.A. ritgerðina... vonum bara að þetta gangi ;P Kíkti í heimsókn til Örnu í gær upp á spítala þar sem hún lá að jafna sig eftir hjartaaðgerðina... hún var bara hress og kát en MJÖG óheppin með herbergisfélaga... lét hana hafa nokkra Lost þætti svo hún hefði eitthvað að gera.... heyrði svo i henni seinna um kvöldið en þá var hún búin að horfa á tvöfalda fyrsta þáttinn og var að setja næsta í því þetta var svo Spennó ;) hehe... horfði sjálf á fyrstu tvo þættina í næstu seríu ásamt Önnu systur hérna heima... verð nú bara að segja að þessi þáttur er komin í top 5 hjá mér ásamt Whose Line is it Anyway (ég elska RYAN STILES)...
Næst á dagskrá er svo vinna um helgina... út að borða með vinnunni og lesa eitt stykki Shakespeare.. Ríkharður þriðji watch out!

sunnudagur, janúar 16, 2005

Ég verð bara að segja það að félagslífið er aðeins að batna eftir langvarandi dvala. Ég er þegar búin að mæta á Tarotkvöld og Singstarkvöld, missti reyndar af einum saumaklúbb vegna vinnu og svo var spilakvöld þarna einhversstaðar... Næst á dagskrá er kósýkvöld og svo út að borða með vinnunni.. eftir það er svo komið að mér að fara að hafa spilakvöld, saumaklúbb og menngóhitting... Nú væri gott að eiga klón!

Singstarkvöldið var reyndar bara algjör snilld... reyndar byrjaði það frekar seint og endaði snögglega en þarna var sko Stuð í lagi!! Það verður pottþétt haldið annað fljótlega!

Hvaðan kemur þetta kvót??
Quote: sometimes, when I get real nervous, I stick my hands under my armpits and SNIFF'EM...

Og því þetta ætti að vera frekar auðvelt, þá ætla ég að koma með annað
Quote: Ni!

End quote! Giskið nú!

laugardagur, janúar 15, 2005

Gerði ágæt kaup í Elko um daginn, keypti Pirates of the Caribbean (já.. mér finnst þetta vera rangt stafsett líka en svona er það nú víst skrifað) og The Meaning of Life með Monty Python liðinu á 2000 kr samtals. Báðar snilldarmyndir!

Ég var kölluð Öldungur í grunnskóla... reyndar var þetta aðili sem bætti -ungur á eftir nöfnum okkar vinkvennanna (Örnungur, Álfungur). En mín pæling er þessi; hvenær fer þetta að vera réttnefni? Nú fer að síga á síðasta hluta fyrsta aldarfjórðungsins, þegar ég var yngri var fólk á þessum aldri (25), gamalt! Ég er strax byrjuð að finna fyrir nostalgíu, en það er víst öllum eðlilegt að horfa tilbaka með tár í augum yfir þann tíma sem er liðinn. Fortíðin er miklu betri þegar maður horfir á hana úr fjarlægð.

sunnudagur, janúar 02, 2005

laugardagur, janúar 01, 2005

water ballerina
You are a water girl. You are flexible and very
nice. You are quiet so people who don't know
you think you are weird or just mean and high
and mighty like. You aren't though. You like
to have a good time and you also just like to
relax and just enjoy the stars.


Who are you inside????? (LOTS OF RESULTS)girls only
brought to you by Quizilla

Gleðilegt Nýtt ÁR



Hamingja hamingja.... 2005.... hvernig verður það! 2004 var alveg ágætis ár! Flutti úr hreiðrinu, svona fyrir alvöru alla vega (næstum því, hef eytt síðustu dögum í Hreiðrinu). Gerðist samt ekkert svaka mikið en þetta var samt alveg ágætis ár eins og ég hef sagt áður.

Alveg frábær jól líka, þrátt fyrir mikið svefnleysi sem ég bætti upp með næstum sólarhringslúr. Fékk alveg stórgóðahluti og skemmtilega, teljum nú upp pönnukökupönnu og matreiðslubók, kokkabókastand, steikarhnífasett. Geisladiska, bækur, teppi, hálsmen, tölvuleik, gjafakort í Kringluna og alveg fullt fleira! Þakka bara kærlega fyrir mig! Var aldrei þessu vant ekkert að vinna yfir jólin, mjög þægilegt, mjög skrýtið. Einhverjar 2 frekjudósir sem heimta að ég verði heima um næstu áramót, langar til þess svona einu sinni.. ætla alltaf að vera heima en svo freistar mín alltaf þessi blessaða aukavinna!