Aldan

mánudagur, janúar 24, 2005

Ég þakka öllum snúrum (kvensnúrunum og karlsnúrunni) fyrir laugardagskvöldið, það var rosalega gaman. Góður matur, góð stemmning, gott fólk... allt gott! Meira að segja vaktin eftir á var góð.. róleg og fín. Það var gerð góð tilraun í að koma kvefi ofan í allt starfsfólkið en okkur var boðið í fordrykk á ísbarinn... svoldið spes.. leið eins og ég væri safngripur þegar fólk horfði á mann inn um gluggann, fengum flottar kápur.. aumingja Ollý og Heba skildu fyrst ekkert í því hvað við værum að pæla að vera eins klæddar.. héldu örugglega að þarna hefði verið eitthvað þema í gangi sem þær hefðu misst af hehe... en nei.. þetta var ekki: a theme gone wrong.. ó nó...

Nú fer að líða að afmælum, afhvurju á fólk alltaf afmæli í hópum? Anna er 1 feb, Arna 3 feb, Hanna 26 feb.. gæti talið upp fleiri nöfn en ég vil ekki gleyma neinum þannig að ég ætla bara að stoppa strax! :P Feb, maí, júní, ágúst og september eru sérstaklega slæmir en fólk í minni fjölskyldu á varla börn utan þessara mánaða... hehe.. nei ok smá ýkjur en þetta er voða skrýtið hvað þetta safnast allt saman á fáar dagsetningar... 1. og 15. hvers mánaðar eru mjög vinsælir.. nóg um það... þetta er eitthvað þreytuþras þar sem ég er að leka niður hérna... kveð í bili... chiao

5 Comments:

  • PAKKA PAKKA PAKKA....MARGA PAKKA TAKK FYRIRFRAM :p

    By Blogger Anna, at 9:16 e.h.  

  • Takk sömuleiðis fyrir kvöldið :0)

    By Blogger Særún María, at 12:08 f.h.  

  • Já vá hehehe. Ég kom þarna inn og sá ykkur allar í þessum kápum og hugsaði með mér að þetta þema hafði farið eitthvað frammhjá mér ;)
    -Heba

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:38 f.h.  

  • Takk sömuleiðis

    By Blogger Ellan, at 10:49 e.h.  

  • Heyrdu kona góð viltu fara blogga.....!!!

    By Blogger Olly beygla, at 6:46 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home