Mín er sko búin að vera dugleg þessa viku... búin að gera ýmislegt sem hefur staðið til síðan á síðasta ári. Fór á SAW með Önnu... loksins... sá fyrri helming myndarinnar í nóv-des á síðasta ári, er búin að vera að deyja úr spenningi að vita hvernig hún endaði, hún olli mér engum vonbrigðum. Ég bauð Ellen og Söruh í kaffi og spjall... gaman að hitta þær, Ellen er orðin hvorki meira né minna en kaffihúsaeigandi... ágætt að hafa sambönd hehe.... Fór til námsráðgjafa, loksins, og fór að pæla í þessu námi mínu og ákvað það að ég myndi útskrifast um næstu jól, loksins.. eftir miklar pælingar. Ákvað að taka 90 einingar í ensku í stað þess að hafa 30 einingar í sálfræðinni.. það hefði ekki skipt neinu í sambandi við tímann þar sem ég á alltaf eftir að skrifa B.A. ritgerðina... vonum bara að þetta gangi ;P Kíkti í heimsókn til Örnu í gær upp á spítala þar sem hún lá að jafna sig eftir hjartaaðgerðina... hún var bara hress og kát en MJÖG óheppin með herbergisfélaga... lét hana hafa nokkra Lost þætti svo hún hefði eitthvað að gera.... heyrði svo i henni seinna um kvöldið en þá var hún búin að horfa á tvöfalda fyrsta þáttinn og var að setja næsta í því þetta var svo Spennó ;) hehe... horfði sjálf á fyrstu tvo þættina í næstu seríu ásamt Önnu systur hérna heima... verð nú bara að segja að þessi þáttur er komin í top 5 hjá mér ásamt Whose Line is it Anyway (ég elska RYAN STILES)...
Næst á dagskrá er svo vinna um helgina... út að borða með vinnunni og lesa eitt stykki Shakespeare.. Ríkharður þriðji watch out!
Næst á dagskrá er svo vinna um helgina... út að borða með vinnunni og lesa eitt stykki Shakespeare.. Ríkharður þriðji watch out!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home